Skírnir - 01.04.1988, Page 116
102
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
beinni utanaðkomandi árás á ísland. Þeir vilja vernda ísland og
innra öryggi þess til þess að fyrirbyggja að „óvinveittir“ herir hugs-
anlegra árásaraðila geti notfært sér aðstöðuna á Islandi.
Ahyggjur hermálasérfræðinganna virtust stafa af möguleikanum
á því, að tiltölulega lítill hópur vopnaðra ofstækismanna kommún-
ista framkvæmdi valdarán og nyti síðan stuðnings og viðurkenn-
ingar Sovétríkjanna og Rauða hersins og flotans á örlagastund.
Þetta höfðu Sovétríkin reynt en mistekist í Finnlandi 1939, gert
með góðum árangri í Austur-Evrópu í stríðslok, og þetta reyndu
þeir einnig í Grikklandi og Tyrklandi eftir stríð. Þessi hugsun kom
bæði fram hjá Anderson, flugherforingja, og hjá Wooldridge,
flotaforingja, í viðræðum þeirra við íslensku ráðherranefndina í
könnunarviðræðunum í Washington 1949. Forstöðumaður Evr-
ópuskrifstofu utanríkisráðuneytisins í Washington, John D.
Hickerson, endursagði sjónarmið þeirra á minnisblaði um fundinn
15. mars 1949. Þar segir:
Ég endurtók, að mesta hættan virtist stafa af skemmdarstarfsemi innan-
lands og ástæða væri til að hafa meiri áhyggjur af slíku heldur en hugsan-
legri utanaðkomandi árás.2
Könnunarviðrxður í Washington
íslenska ráðherranefndin, sem fór til könnunarviðræðna í Wash-
ington áður en Island ákvað að ganga í NATO, gerði skýra grein
fyrir því, að ísland hefði engan her, ætlaði sér ekki að stofna her og
vildi ekki hafa erlendan her á íslandi á friðartímum. Aðeins ef
hættuástand eða stríð brytist út kæmi til greina að hafa erlendan
varnarher á íslandi og þá aðeins að ákvörðun íslendinga sjálfra.
Þessi skilyrði samþykktu forystumenn NATO. Kemur sam-
þykki þetta greinilega fram í leyniskjölum utanríkisráðuneytisins
frá 1949, sem birt voru árið 1975. Samkvæmt frásögn af viðræðun-
um svaraði Dean Acheson, sem þá var utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar, þáverandi utanríkis-
ráðherra íslands, efnislega á eftirfarandi hátt á viðræðufundi 14.
mars 1949: