Skírnir - 01.04.1988, Síða 117
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
103
Ég benti á, að okkur væri öllum ljós sérstaða í slands, sem hefði engan varn-
arher og óskaði ekki eftir að hafa erlendan varnarher í landinu á friðartím-
um. Ég sagði, að við hefðum enga ósk um að breyta þessu ástandi.3
Fundurinn í Washington var einn af mörgum sem Bjarni Bene-
diktsson, utanríkisráðherra, Eysteinn Jónsson, menntamála- og
flugmálaráðherra, og Emil Jónsson, samgönguráðherra, sóttu í
Washington um þessar mundir. Þessir fundir voru haldnir að ósk
íslensku ríkisstjórnarinnar til þess að kanna rækilega, hvaða skyld-
ur Island þyrfti að taka á sig, ef það gerðist aðili að Atlantshafs-
bandalaginu. Jafnframt voru fundirnir haldnir til þess að Islending-
ar gætu skýrt hinar sérstæðu aðstæður á Islandi vegna fámennis,
vopnleysis og herleysis þjóðarinnar, ástands sem ekki var á dagskrá
að breyta.
I skýrslu þremenninganna til Alþingis 26. mars 1949 um viðræð-
urnar segja þeir, að Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna hafi tekið fram, að ekki komi til mála að eitt NATO-ríki ósk-
aði að hafa her og herstöðvar í öðru þátttökuríki á friðartímum.
Emil Jónsson segir svo frá að Acheson hafi lagt megináherslu áþað,
„að samtök þessi væru gerð til eflingar heimsfriðnum, til að draga
úr árásarhættu og ættu að öllu leyti að starfa í samræmi við tilgang
og reglur Sameinuðu þjóðanna“. Síðan segir Emil:
I lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjanna:
1. Að ef til ófriðar kæmi mundu Bandaiagsþjóðirnar óska svipaðrar að-
stöðu á íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi
Islands sjálfs, hvenær sú aðstoð yrði látin í té.
2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands.
3. Að viðurkennt væri, að Island hefði engan her og ætlaði ekki að stofna
her.
4. Að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi á
friðartímum.4
Bandalag á grundvelli pólitískra hugsjóna og menningarerfða
Við inngöngu Islands í Norður-Atlantshafsbandalagið í lok mars
1949 hafði sagan á vissan hátt endurtekið sig. Þegar Islendingar