Skírnir - 01.04.1988, Page 119
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
105
hluta árs 1945, að beiðni þeirra frá í október 1945 um herstöðvar á
íslandi til langs tíma væri dauðadæmd. „Var hér komin aftur, í nýj-
um búningi, breska tillagan um herstöðvarkjarna án hersetu“, eins
og prófessor Þór Whitehead bendir réttilega á í Skírnisgrein sinni
1976, þ. e. varnarstöðvar í formi flugvallarrekstrar en án hersetu.5
Ný hlið kom upp á þessu máli á árinu 1951. Þá óskuðu Bandarík-
in eindregið eftir því að fá að senda varnarlið til Islands vegna
Kóreustyrjaldarinnar. Islenska ríkisstjórnin samþykkti að gera
varnarsamning við Bandaríkin eftir að höfuðstöðvar Atlantshafs-
bandalagsins höfðu látið íslensku ríkisstjórninni í té upplýsingar
um, að það gæti verið hættulegt að hafa svo hernaðarlega mikilvæg-
an stað sem Keflavík óvarinn á þessum viðsjárverðu tímum. Hófu
Bandaríkjamenn kannanir sínar á afstöðu íslendinga til málsins í
árslok 1950, en viðræður fóru aðallega fram fyrstu mánuði ársins
1951. Er ýmsan fróðleik um þær að finna í bandarískum leyniskjöl-
um um utanríkismál frá 1951, enþau voru birtí Washington 1985.
Bandaríkjamenn mótuðu markmið sín til samningaviðræðnanna
við Islendinga á fundi í Washington 20. janúar 1951. Voru þar
mættir m.a. Edward B. Lawson, sendiherra Bandaríkjanna í
Reykjavík, auk háttsettra manna úr utanríkisráðuneyti og
varnarmálaráðuneyti svo og fulltrúar landhers, flughers og flota.
Þar var m.a. rætt um að lágmarksfjöldi varnarliðsmanna á Islandi á
friðartímum væri 2700-3900 manns og gert ráð fyrir að meginhluti
liðsins yrði í Keflavík. Jafnframt var talað um að fyrirvaralítið
þyrfti að vera hægt að auka liðið upp í 7800, ef þörf krefði.6
Athygli vekur að Bandaríkjamenn hafa aðeins áhuga á herstöð á
suðvesturhorni landsins. Allt Austurland mátti þeirra vegna vera
óvarið, og opið fyrir ímyndaðri innrás. Sama gilti um allt Norður-
land, Vestfirði, Vesturland og Suðurland að undanteknum Kefla-
víkurflugvelli. Varpar þetta nokkru ljósi á markmið þeirra með
stöðinni og minnir á herstöðvaáætlun bandaríska yfirherráðsins frá
1945, sem taldi að herstöðvar á Islandi, Grænlandi og Asoreyjum
gætu haft úrslitaþýðingu fyrir heildarstefnu Trumans, Bandaríkja-
forseta, í hermálum. Samkvæmt henni átti ísland að verða útvirki
Bandaríkjanna gagnvart Sovétríkjunum og herstöð til árása á skot-
mörk hvar sem væri í Evrópu og Vestur-Asíu. Einangraðir varnar-
hagsmunir Islands virtust ekki inni í myndinni, hvorki 1945 né