Skírnir - 01.04.1988, Side 121
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
107
Þetta reyndist erfitt samningsatriði. Bandaríkjamenn vildu gera
langtímasamning, en Islendingar skammtímasamning. Skutu
Bandaríkjamenn fram hugmyndum um 20 ára og síðar 10 ára
gildistíma en svo virðist sem Bjarni Benediktsson hafi á fundi með
Lawson, sett fram þá hugmynd um uppsögn samningsins, sem
skráð er í 7. grein hans, þ.e. að 6 mánaða athugun á þörf fyrir varn-
araðstöðuna á Islandi geti farið fram í samráði við NATO-ráðið að
ósk hvors aðila sem er og hvenær sem er, en ef ekkert samkomulag
verði að slíkri athugun lokinni, geti hvor aðili um sig sagt samn-
ingnum upp með 12 mánaða fyrirvara. 11
Samkomulag náðist að lokum um öll samningsatriðin. 5. maí
1951 var gerður varnarsamningur milli Islands og Bandaríkjanna.
Samkvæmt honum samþykktu íslendingar að hafa bandarískt
varnarlið á íslandi. Bandarísku starfsmennirnir, sem höfðu verið í
Keflavík samkvæmt Keflavíkursamningnum frá 1946, gátu nú farið
í einkennisbúninga hersins, ef það hentaði.
Enda þótt varnarsamningurinn frá 1951 sé í eðli sínu
skammtímasamningur vegna þess, að hvor aðili fyrir sig getur með
uppsögn losað sig frá honum að undangengnum samningaviðræð-
um og tilkynningum á 18 mánaða tímabili, þá virðist það eigi að
síður markmið Bandaríkjamanna, að varnarsamningurinn verði í
framkvæmd langtímasamningur. Hefur þeim í reynd tekist að ná
markmiði sínu um varanlegar herstöðvar fram að þessu. Banda-
ríska varnarliðið er enn í Keflavík árið 1988, 35 árum eftir að
Kóreustyrjöldinni lauk.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Al-
þýðuflokks, samtals 43 þingmenn, samþykktu varnarsamninginn
en 9 þingmenn Sósíalistaflokks voru á móti. Þá voru þingmenn alls
52.
Prófraun á íslenska öryggisstefnu
Með því að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu 1949 og taka
við bandarískum varnarher til Islands 1951 var sú skipan komin á
íslensk öryggis- og varnarmál, sem við höfum búið við síðan. Þar
með höfum við áréttað eindregna og ákveðna afstöðu frá 1941 um
að hlutleysi veiti enga vörn. Með aðildinni að NATO 1949 undir-