Skírnir - 01.04.1988, Side 124
110
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
ur verið á móti þessum þætti íslenskrar utanríkisstefnu. Þeir hafa
prédikað hlutleysi frekar en NATO-aðild og verið á móti veru
bandaríska varnarliðsins í Keflavík. „Ur NATO, herinn burt“ hafa
verið meginviðhorf þeirra í þessum þáttum utanríkis- og öryggis-
mála.
En þess ber að gæta, að þessi stjórnmálaflokkur hefur yfirleitt
ekki haft meira en um 20% kjósenda á bak við sig, venjulega minna.
Stærsti hluti þjóðarinnar, 80% og meira, hefur alltaf stutt ríkjandi
utanríkis- og öryggisstefnu Islands um samvinnu við vestræn lýð-
ræðisríki um varnar- og öryggismál.
Þess ber þó að gæta að afleidd stefna af þessu grundvallarstefnu-
atriði í öryggis- og varnarmálum, vera bandaríska varnarliðsins í
Keflavík síðan 1951, er umdeildari. Sem dæmi um það mánefna, að
Framsóknarflokkurinn styður aðild Islands að NATO, en á
grundvelli þeirra skilyrða sem sett voru af Islands hálfu þegar sótt
var um aðild 1949. Samkvæmt því hefur Island engan her, ætlar sér
ekki að stofna her, vill ekki erlenda hersetu í landinu á friðartímum,
og á stríðstímum aðeins ef Islendingar telja það sjálfir nauðsynlegt.
Þessi flokkur myndaði samsteypustjórnir m.a. árin 1956 og
1971. Báðar þessar stjórnir höfðu þá yfirlýstu stefnu, að erlendi
varnarherinn skyldi hverfa af landi brott á kjörtímabilinu. í báðum
tilfellum reyndust ríkisstjórnir þeirra ekki megnugar að fram-
kvæma þetta stefnuatriði.
í fyrra tilfellinu hafði Alþingi samþykkt þingsályktun 28. mars
1956 um stefnu Islands í utanríkismálum og meðferð varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin. Að loknum sumarkosningum 1956 var
miðju-vinstri stjórn Hermanns Jónassonar skipuð 24. júlí 1956
m.a. til þess að framkvæma þessa þingsályktun. Umræðurnar um
endurskoðun varnarsamningsins voru á byrjunarstigi í lok október
þegar uppreisn frelsissinna í Ungverjalandi var bæld niður með
sovésku vopnavaldi. Um líkt leyti gerðu Bretar, Frakkar og ísrael-
ar Súezinnrásina, sem skapaði hættuástand við botn Miðjarðar-
hafsins. Þetta hafði áhrif hér á Islandi. Með samkomulagi Islands
og Bandaríkjanna í nótuskiptum frá 6. desember 1956 er ákveðið
að hætta við að láta varnarliðið fara frá Islandi, en jafnframt gerðar
lagfæringar á ýmsum annmörkum, sem ríkisstjórn Hermanns
Jónassonar taldi vera á varnarsamningnum.