Skírnir - 01.04.1988, Page 125
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
111
í síðara tilfellinu var stefnuatriðið um brottför varnarliðsins ekki
framkvæmt vegna ágreinings í þingliði stjórnarflokkanna sjálfra og
skorts á stuðningi innan þeirra við stefnuna. Þetta gerði stjórnar-
andstöðu Sjálfstæðisflokksins kleift að stöðva framgang málsins án
þess að til formlegrar atkvæðagreiðslu kæmi um það, heldur aðeins
óformlegrar skoðanakönnunar forsætisráðherra á stöðu málsins
innan þingliðs stjórnarflokkanna. Málið var því látið kyrrt liggja og
þetta stefnuatriði kom ekki til framkvæmda í ríkisstjórn Olafs Jó-
hannessonar 1971-1974, að öðru leyti en því aðþað var rætt í ríkis-
stjórninni og orðsendingaskipti áttu sér stað um málið við höfuð-
stöðvar Atlantshafsbandalagsins. Einnig fóru fram viðræður við
stjórnvöld í Washington. Þannig óskaði utanríkisráðherra form-
lega umsagnar NATO-ráðsins skv. 7. gr. varnarsamningsins um
framkvæmd stefnunnar um brottför hersins með orðsendingu 25.
júní 1973. Neikvæð svarskýrsla framkvæmdastjóra NATO var af-
hent ríkisstjórninni 17. september 1973. Könnunarviðræður fóru
svo fram í Washington 3.-4. október og í Reykjavík 3. nóvember
1973. Einar Agústsson, utanríkisráðherra, kynnti drög að um-
ræðugrundvelli á fundi í Washington 8.-9. apríl 1974. Þennan
umræðugrundvöll hafði ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sam-
þykkt á ríkisstjórnarfundi 21. mars 1974.
Meginatriði hans eru gamalkunn frá 1956. 1) Herinn á að fara í
áföngum. 2) Islendingar taki að sér gæslustörf á Keflavíkurflug-
velli, rekstur radarstöðva og önnur nauðsynleg þjónustustörf til
þess að fullnægja skuldbindingum okkar við NATO. 3) Flugvélar
NATO í eftirlitsflugi á Norðurhöfum hafi lendingarleyfi en ekki
fasta bækistöð á íslandi.
Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 náði ekki árangri í
málinu fremur en ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956-1958.
Orðsendingaskipti þessu til staðfestingar fóru fram á milli Ein-
ars Agústssonar, utanríkisráðherra, og sendiherra Bandaríkjanna í
Reykjavík22. október 1974, eftir að ný ríkisstjórn, samstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgríms-
sonar, hafði verið mynduð með sama utanríkisráðherra og áður.
Þar var m.a. tekið fram, að samkomulag væri um áframhaldandi
framkvæmd varnarsamningsins vegna ástands heimsmála.
Tilraunir beggja ríkisstjórnanna, sem höfðu brottför hersins á