Skírnir - 01.04.1988, Page 129
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
115
íslandi. Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Holland, Noregur,
Pólland, Svíþjóð og Sovétríkin viðurkenndu lýðveldisstofnunina
strax 17. júní 1944. Fleiri ríki komu síðar og í dag nýtur lýðveldið
Island allsherjar viðurkenningar allra ríkja innan Sameinuðu þjóð-
anna.
En þótt lýðveldið hafi þannig verið stofnað á íslandi eftir hinum
friðsælu og farsælu vinnubrögðum diplómatísins, þá voru hervarn-
ir í baksviði málsins. Lýðveldið var stofnað í skjóli bandamanna á
stríðsárunum og þá höfðu bandamenn, aðallega Bandaríkjamenn,
hervarnir á Islandi. Sjálfstæði og fullveldi lýðveldisins var því
tryggt með vinnuaðferðum diplómatísins en öryggi þess tryggt í
skjóli hervarna og viðurkenningar bandamanna. Það er því ein-
földun og einhliða efnistúlkun þegar sagt er að stofnun lýðveldis á
íslandi hafi ekki stuðst við hervarnir. Það var stofnað í skjóli her-
varna bandamanna á Islandi og í hafinu umhverfis landið. Frá sjón-
armiði Islendinga yfirleitt væri vafalaust æskilegast að lýðveldið
þyrfti ekki að tryggja öryggi sitt með hervörnum. En við lifum ekki
í ljúfum draumi heldur hörðum heimi og metum sjálfstæði okkar
og frelsi svo mikils, að við viljum tryggja öryggi þess með raunhæf-
um ráðum. Þess vegna erum við aðilar að Atlantshafsbandalaginu
og þess vegna höfum við samþykkt veru varnarhers Bandaríkja-
manna á íslandi.
Við aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu verður ekki hróflað
að óbreyttum forsendum. Hitt er svo annað mál, hvort tryggja
mætti á grundvelli vinsamlegra samningaumleitana betra fyrir-
komulag varnar- og öryggismála en við búum nú við?
Þetta er álitamál. En um hitt verður ekki deilt á skynsamlegum
grundvelli, að við íslendingar verðum að koma því skilmerkilega til
skila til allra viðkomandi, að ekkert ríki, hvorki bandamaður né
aðrir, geti gert því skóna, að erlent ríki hafi hér herstöðvar „að ei-
lífu“. Eðlilegast er að form, styrkleiki og fyrirkomulag varnanna,
breytist með breyttum forsendum. Við Islendingar höfum þeirri
skyldu að gegna að framkvæma þannig öryggis- og varnarstefnu
okkar, að hún tryggi okkur öryggi án þess að draga úr sjálfstæði
okkar og án þess að hún sljóvgi fullveldisvitund okkar og efnahags-
legt sjálfstæði.