Skírnir - 01.04.1988, Page 131
SKIRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
117
Fleira mætti telja, en allt þetta og hin grónu viðskiptatengsl ís-
lands og Sovétríkjanna og áratugalöng vinsamleg samskipti ríkj-
anna hafa valdið því, að óvinarímynd NATO af Sovétríkjunum
hefur ekki verið sannfærandi á íslandi. íslendingar hafa yfirleitt
ekki tileinkað sér þessa óvinarímynd þrátt fyrir aðildina að At-
lantshafsbandalaginu. 1 framkvæmd hefur ísland rekið vinsamlega
utanríkisstefnu gagnvart Sovétríkjunum, eins og öðrum ríkjum,
allt NATO-tímabilið frá 1949. Það má því til sanns vegar færa, að
ísland hafi gerst aðili að NATO og samþykkt að hafa varnarher í
landinu fyrir þrábeiðni bandalagsríkjanna vegna öryggishagsmuna
þeirra, fremur en af því að ísland hafi talið sér stafa bein ógnun af
Sovétríkjunum.
Óvini íslands er ekki að finna í neinum ríkjahópi. Þótt einstök
bandalagsríki skilgreini Sovétríkin sem óvini sína þá gildir slík skil-
greining ekki um ísland. Við teljum okkur ekki eiga neina óvini í
dag. Oryggi okkar, sjálfstæði og fullveldi, stafar ekki bein hætta frá
neinu ríki í heiminum, hvorki lýðræðisríki né sósíölsku, nágranna-
ríki né fjarlægara. Þetta er e.t.v. mest áberandi sérstaða okkar innan
NATO.
Endaskipti á öryggisþversögninni
En nú er mikið í húfi að takist að draga úr vígbúnaðarkapphlaup-
inu, sem hefur leitt til þess, að kjarnorkuveldin í forystu varnar-
bandalaga austurs og vesturs ráða yfir vopnum og sprengikrafti til
þess að tortíma hvort öðru og heiminum öllum a.m.k. 10 sinnum.
Og það sem verra er: Tæknin og tölvuvæðing nútímavígbúnaðar er
orðin svo háþróuð að lítilsháttar bilun í tölvu gæti leitt til þess að
gjöreyðingarstríð hæfist sem enginn ætlaði sér að hefja.
Eftir Reykjavíkurfund Gorbatsjovs og Reagans 10.-12. október
1986, sem m.a. greiddi fyrir Washingtonfundi þeirra og fyrsta
skrefi að kjarnorkuafvopnun með samningnum frá 8. desember
1987, virðist það rökrétt hlutverk Islendinga innan Atlantshafs-
bandalagsins, að reyna að draga úr áhrifum þeirrar óvinarímyndar,
sem svo margir í austri og vestri draga upp. Með því að eyða óvin-
arímyndinni opnast möguleiki til þess að draga úr spennu, eyða
tortryggni, efna til vinsamlegra viðskipta, samskipta og samvinnu
ríkja austurs og vesturs. Ef vel tækist til gæti komið til eins konar