Skírnir - 01.04.1988, Page 132
118
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
afvopnunarkapphlaups í stað vígbúnaðarkapphlaupsins. Enda-
skipti yrðu þá höfð á öryggisþversögninni. Samkvæmt henni leiðir
sérhver aðgerð annars aðilans til styrktar vörnum sínum sjálfkrafa
til hlutfallslega minna öryggis hins. Hann finnur sig knúinn til að
svara með því að efla eigin varnir. Hinn fyrri svarar aftur með því
að styrkja herbúnað sinn. Þannig leiðir þessi víxlverkun til sífellt
vaxandi vígbúnaðar beggja og knýr vígbúnaðarkapphlaupið áfram.
Einhvers staðar þarf að byrja á að eyða óvinarímyndinni, uppræta
tortryggni og stuðla að afvopnun. Tækist að snúa við áhrifum ör-
yggisþversagnarinnar stigi mannkynið mikið gæfuspor sem með
tíð og tíma gæti stuðlað að alhliða afvopnun, friði, öryggi og sam-
vinnu ríkja.
Washingtonsamningurinn frá 8. desember 1987 er skref í þessa
átt. Hann gerir ráð fyrir útrýmingu allra meðal- og skammdrægra
kjarnorkueldflauga á landi. Þótt hann geri ráð fyrir eyðingu aðeins
um 5% af kjarnorkubirgðum stórveldanna þá mundi það magn eitt
út af fyrir sig nægja til þess að eyða öllu lífi á jörðinni, ef sprengt
væri. Samningurinn er því stórkostleg byrjun, sem vekur bjartsýn-
ar vonir um framhaldið.
Sumir tala um, að með Washingtonsamningnum sé nýtt skeið
runnið upp í samskiptum stórveldanna. Stefnt er að helmingsfækk-
un langdrægra kjarnorkuvopna í yfirstandandi samningaumleitun-
um. Gagnkvæmt traust hefur stóraukist. Samt er það ekki meira en
svo, að hvorugt stórveldið þorir að taka áhættu af að hitt gæti öðl-
ast hernaðarlega yfirburði. Kjarni vandans við framhald samning-
anna virðist vera sá, að aðilum takist að skilgreina lágmarksfjölda
þessara vopna án þess að rýra fælingarmátt þeirra og spilla ógnar-
jafnvæginu. Þetta er ekki létt verk og kallar á markvisst sleitulaust
starf því örlög mannkyns geta ráðist af því hvernig til tekst.
Perestrojka Gorbatsjovs og annarra umbótasinna í Sovétríkjun-
um vekur einnig vonir um frekari jákvæða þróun afvopnunar- og
öryggismála. Menn gera sér vonir um, að væntanlegur fundur Gor-
batsjovs og Reagans í Moskvu í júní/júlí 1988 geti leitt til verulega
batnandi sambúðar stórveldanna og tímamóta í samningum um af-
vopnun og öryggismál.
Við Islendingar getum e.t.v. lagt nokkuð af mörkum, þótt í smáu
sé, tilþess að styðjaþessajákvæðuþróuníöryggis-ogafvopnunar-