Skírnir - 01.04.1988, Page 135
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
121
I. Fjöldi varnarliðsmanna: 3132 (31.12.1985), þar af innan við
500 áhafnarmenn 34 flugvéla. Að öðru leyti er liðið að mestu skip-
að tækni- og þjónustumönnum, sem eru yfir 2000 talsins.
II. Varnarsvæðin eru 7 talsins:
1. Keflavíkurflugvöllur 8592 hektarar lands fyrir aðalstöðvar
varnarliðsins auk ratsjárstöðvar á Miðnesheiði og lóranmiðun-
arstöðvar.
2. Við Grindavík 424 hektarar lands vegna fjarskiptastöðvar.
3. I Hvalfirði 48 hektarar lands vegna olíubirgðastöðvar.
4. A Stokksnesi 132 hektarar lands vegna ratsjárstöðvar.
5. A Gufuskálum 53 hektarar vegna lóranstöðvar.
6. A Gunnólfsvíkurfjalli 8,5 hektarar vegna ratsjárstöðvar.
7. A Stigahlíðarfjalli 7 hektarar vegna ratsjárstöðvar.
Samtals eru þetta 9264,5 hektarar lands, sem íslenska ríkið hefur
látið varnarliðinu í té ókeypis. Hluti landsins er ríkiseign, en ríkis-
sjóður hefur þurft að kaupa hluta þess úr einkaeign en greiðir leigu
af öðru, sem er á leigukjörum.
Augljóst er af samsetningu varnarliðsins og uppbyggingu varn-
arstöðvanna, að í eðli sínu er varnarliðið fyrst og fremst eftirlits- og
viðvörunarlið; hlutverk þess er einkum eftirlit á svæðinu umhverf-
is ísland; það á að fylgjast með ferðum flugvéla, kafbáta og annarra
skipa í námunda við landið. Þegar frá eru taldir áhafnarmenn 18 F-
15 orrustuþotna eru aðeins innan við 200 eiginlegir hermenn í lið-
inu, þjálfaðir til vígaferla og öryggisgæslu, hitt eru þjónustu- og
tæknimenn ýmis konar.
Meginhluti varnarstarfseminnar er bundinn við eftirlitsflugið og
starfsemi fjarskipta- og ratsjárstöðvanna, en lóranstöðin er mönn-
uð Islendingum.
íslenskt starfslið í stað erlends herliðs?
Eðlilegt er að spurt sé, hvort þörf sé á erlendu herliði til þess að
gegna því eftirlits- og viðvörunarhlutverki, sem bandaríski herinn
annast í dag á Islandi.
Islendingar annast þegar rekstur lóranstöðvarinnar fyrir reikn-
ing varnarliðsins og að mestu veðurþjónustu vegna Atlantshafs-
flugsins.