Skírnir - 01.04.1988, Side 136
122
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
Engir óyfirstíganlegir erfiðleikar virðast í vegi fyrir því, að þjálf-
aðir íslenskir tæknimenn og verkfræðingar yfirtaki rekstur ratsjár-
stöðvanna sem þjónustu við Bandaríkin og bandamenn okkar í
NATO, enda greiði þeir allan rekstrarkostnað og leggi til öll tæki.
Þetta er reyndar þegar í undirbúningi. Sama gildir um rekstur og
vörslu olíubirgðastöðvarinnar í Hvalfirði.
Með skipulegri áætlun og sérþjálfun nokkurra af okkar ágætu
flugmönnum virðast engir óyfirstíganlegir erfiðleikar í vegi þess,
að Islendingar manni og reki í sama tilgangi og nú er, og með ekki
lakari árangri fyrir NATO, þær 9 Orion P-3C kafbátaleitarflugvél-
ar, eina KC-135 eldsneytisflugvél, 2 E-3A Sentry ratsjárflugvélar,
3 HH-3 björgunar- og sjúkraflutningaþyrlur og eina Ic-130 leið-
söguvél fyrir björgunarvélina fyrir Bandaríkjamenn og NATO,
enda komi full greiðsla rekstrarkostnaðar fyrir og NATO leggi til
öll tækin.
Með skipulegri þjálfun virðast engin vandkvæði á því heldur að
víkingasveit 150-250 íslenskra sérþjálfaðra manna yfirtaki þau ör-
yggis- og löggæslustörf, sem á annað hundrað bandarískir her-
menn annast nú í varnarstöðvunum og öll þjónustustörf að auki
sem um 2000 bandarískir borgarar annast í dag til þess að halda
varnarstöðinni í viðbragðsstöðu. Eftir er þá aðeins spurningin um
að manna og reka þær 18 F-15 orrustuþotur, sem leika daglega
stríðsleiki með því að fljúga frá Keflavíkurflugvelli gegn „uniden-
tified flying object which might be hostile“, þ.e. óþekktum flugvél-
um í námunda við landið, sem gætu verið óvinveittar, en hafa ekki
tilkynnt sig til íslenskra flugumsjónarmanna, kanna hvers eðlis þær
eru og ljósmynda þær svo sem nú er gert. Spurning er, hvort slíkir
stríðsleikir séu ekki óþarfir á friðartímum og megi að skaðlausu
fyrir íslenska öryggishagsmuni leggjast af? Mér virðist að öll rök
mæli með því, m. a. með tilliti til Washingtonsamkomulags þeirra
Gorbatsjovs og Reagans og áframhaldandi samningaviðræðna
beggja aðila um frekari afvopnun og slökun.
Ef bandamenn okkar í NATO og þá einkum Bandaríkjamenn,
leggja hins vegar á það mikla áherslu, að þessum stríðsleik frá
Keflavíkurflugvelli sé haldið áfram enn um stund hér á landi á
friðartímum, þá virðast engin tæknileg vandkvæði á því, að íslensk-