Skírnir - 01.04.1988, Page 137
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
123
ir flugmenn og flugumsjónarmenn gegni þessu hlutverki fyrir
bandamenn okkar með þeirra tækjum og á þeirra kostnað.
Gleymum því ekki í þessu sambandi, að í undirbúningsvið-
ræðunum að varnarsamningnum frá 1951 var það aftur og aftur á
dagskrá, að Islendingar yrðu þjálfaðir af Bandaríkjamönnum til að
taka við a. m. k. hluta af varnarstörfunum í landinu, og í þings-
ályktun Alþingis frá 28. mars 1956 er gert ráð fyrir því, að herinn
fari en „íslendingar annist sjálfir gæslu og viðhald varnarmann-
virkja, þó ekki hernaðarstörf“.
Eðlilegt og sanngjarnt markmið
endurskoðunar varnarsamningsins
Af því sem nú hefur verið sagt má ljóst vera, að vegna íslenskra ör-
yggishagsmuna mætti bandaríska varnarliðið hverfa frá Islandi í
áföngum, t.d. eftir 6, 12 og 18 mánuði, jafnframt því sem íslenskir
tæknimenn, flugmenn og löggæslumenn yrðu þjálfaðir til þess að
taka við hlutverki varnarliðsins, viðhalda varnarstöðinni í við-
bragðsstöðu og reka allt fjarskipta- og radarkerfið með tækjum og
á kostnað bandamanna okkar í NATO, enda væri þetta ekki síst
gert í þágu öryggishagsmuna þeirra, en við eigum enga óvinar-
ímynd, sem gerir slíkan rekstur okkur nauðsynlegan á friðartím-
um.
Hér er því komin upp sú staða, sem telja verður eðlilegt og sann-
gjarnt markmið vinsamlegra viðræðna við NATO og Bandaríkin
um endurskoðun á varnarsamningnum í þágu hagsmuna beggja að-
ila, íslendinga og bandamanna þeirra.
Það hefur sýnt sig, að í augum bandamanna okkar í NATO er
fullnægjandi að á íslandi sé herstöðvarkjarni flugrekstrarsveita án
erlendrar hersetu á friðartímum og slíkt ástand var samþykkt við
inngöngu okkar í NATO. Með því að íslendingar taki að sér að láta
slíka aðstöðu í té, yfirtaki vörslu varnarstöðvanna og allt eftirlits-
flug á kostnað NATO og með tækjum þess, þá þarf ekki að hafa er-
lendar hersveitir í landinu, en sæmilega væri samt séð fyrir öryggi
íslands og öryggishagsmunum bandamanna okkar á svæðinu um-
hverfis ísland.