Skírnir - 01.04.1988, Síða 139
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
125
hér sé herstöðvarkjarni flugrekstrarsveita án hersetu. Þetta gætu ís-
lendingar annast. Varnarsvæðunum yrði haldið í viðbragðsstöðu af
Islendingum. Þeir önnuðust rekstur allrar eftirlits-, viðvörunar- og
fjarskiptaþjónustu með tækjum og á kostnað bandamanna okkar.
Ef til ófriðarbliku drægi ætti hún sér nokkurn aðdraganda í þróun
erfiðrar sambúðar. Þann tíma mætti nota til að mæta hugsanlegu
hættuástandi. Varnarstöðvarnar mætti aftur manna ef nauðsyn
krefði til þess að fyrirbyggja að óvinveittir herir eða hugsanlegir
árásaraðilar gætu notfært sér aðstöðuna á Islandi. Þannig væri ör-
yggishagsmunum okkar, Bandaríkjanna og annarra bandamanna
okkar í NATO fullnægt.
Miðað við þróun heimsmála í dag virðist þó fremur ólíklegt að
ófriðarástand skapist í nágrenni okkar. Líklegra er að skynsamleg
breyting á fyrirkomulagi okkar varnarmála leiði til betri sambúðar,
þróunar í átt til afvopnunar, friðar og samstarfs og samvinnu ríkja.
Það væri vel, ef okkar litla þjóð gæti haft áhrif til þróunar í þessa
átt. En jafnvel þótt svo yrði ekki og ástand heimsmála breyttist lítið
eða ekkert til batnaðar, væru breytingar þær á fyrirkomulagi varn-
armála okkar, sem hér hafa verið ræddar, stórt skref í þá átt, að við
réðum sjálf sem mestu um framkvæmd okkar varnar- og öryggis-
mála. Það eitt út af fyrir sig er verðugt sjálfstæðismál fyrir íslenska
þjóð nutímans að keppa að.
Tilvísanir
1. Foreign Relations of tbe United States 1949, Vol. IV, Western Europe.
United States Government Printing Office, Washington 1975, bls.
313-315.
2. Sama rit, bls. 229.
3. Sama rit, bls. 203.
4. Eniil Jónsson: Á milli Wasbington og Moskva, (Skuggsjá, 1973), bls.
138.
5. Þór Whitehead, „Lýðveldi og herstöðvar“, Skírnir 1976, bls. 149.
6. Foreign Relations of the United States 1951, Vol. IV, bls. 490, 492.
7. Sama rit, bls. 482.
8. Sama rit. bls. 486-487.
9. Sama rit, bls. 498.