Skírnir - 01.04.1988, Page 141
JESSE L. BYOCK
Valdatafl og vinfengi
Ríki sitt
skyli ráðsnotra hverr
í hófi hafa.
Þá hann þat finnr
er með fræknum kömr
að engi er einna hvatastr.
(Hávamál, 64. v.)
Islenskt þjóðfÉlag var í öndverðu samfélag mikillar einstaklings-
hyggju, þar sem ættarbönd, bræðralag og vinskapur lágu til grund-
vallar þeim tengslum sem einstaklingurinn gat hagnýtt sér í sam-
ræmi við ríki sitt og skörungsskap.1 A Islandi gátu menn einkum
vænst fylgis frá nánustu ættingjum, — foreldrum, börnum, systkin-
um, móður- og föðurbræðrum og mágum. Til viðbótar voru
bræðralög. Þau voru mynduð með því að menn blönduðu blóði og
gerðust fóstbræður,2 svarabræður eða eiðbræður. I Islendingasög-
um eru slík bræðralög, sem kváðu venjulega á um gagnkvæma
hefndarskyldu, oft áreiðanlegri en ættarbönd.
I þessari grein er fjallað um enn eina tegund tengsla, umsamda
pólitíska velvild, sem kallaðist vinfengi og var bakhjallur mikilla
valda á þjóðveldisöld. Orðin vinfengi og vinátta eru oft notuð á
svipaðan hátt, enda þótt vinátta sé oftar notað um raunverulegt
vinarþel milli manna en vinfengi. Bæði hugtökin eru oft notuð í
sögunum um aðferðir til að treysta völd, en pólitísku mikilvægi
þeirra hefur verið lítill gaumur gefinn. Samkvæmt hinni yfirgrips-
miklu atriðaskrá úr öllum tuttugu og tveimur bindum Kulturhist-
orisk lexikonför nordisk medeltid kemur orðið vinfengi hvergi fyr-
ir í neinni þeirra fjölmörgu greina sem fjalla um íslenskt þjóðfélag
og sagnaritun.3 Kaflinn um „venskap“, vináttu, er dæmigerður fyr-
ir þá umfjöllun sem þetta hugtak hefur fengið.4 Þar er aðallega fjall-
að um vináttu í siðfræðilegum skilningi, en orðið vinfengi hvergi
nefnt.5