Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 143
SKÍRNIR
VALDATAFL OG VINFENGI
129
Til að verja land sitt ágangi í upphafi íslandsbyggðar, varð hver
landnámsmaður að leita liðsinnis hjá þeim ættingjum, mágum eða
óskyldum landeigendum, sem veitt gátu aðstoð og sáu sér hag í því.
Við þessar aðstæður var stuðningur við eignarhald á landi, sem
skipti sköpum á landnámsöld, fenginn með pólitískum sambönd-
um, oft vinfengi, frekar en með atfylgi ættarinnar. Gagnkvæm að-
stoð var almenn, og kerfi milligöngumanna myndaðist, þar sem
einn (ekki endilega höfðingi) tók að sér að vera málsvari annars.8
Meðal Islendinga var það hæfni til að afla sér bandamanna, fremur
en réttarfar byggt á ættartengslum eða goðaveldi, sem réði úrslitum
um hvernig vegnaði, ef að kreppti.
Til þess að vel gengi að standa við gagnkvæmar skuldbindingar,
svo sem vinfengi, og að komast yfir auð og völd með milligöngu,
þurfti að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru um hóf. Sá sem þær
kröfur stóðst, var kallaður hófsmaður, maður réttsýni og jafnaðar.
Andstæða hófs var óhóf, skortur á sjálfsstjórn, sem merkti öfgar
eða ójöfnuð. Vanefndir á vinfengisskuldbindingum voru einatt
dæmi um óhóf. Ohóf skaut bæði vinum og óvinum skelk í bringu
og kallaði á viðbrögð jafningja gegn því. Einum höfðingja tókst
sjaldan lengi að þröngva kosti annars. Óhóf í framkomu var kallað
ójöfnuður og merkti mismunun, rangsleitni eða ósanngirni gagn-
vart öðrum. Ójöfnuður samræmdist ekki eðli stjórnarfarsins, sem
byggðist á samráði, og hann kallaði fram keðjuverkandi varnarvið-
brögð. Ef til dæmis ágirnd eða yfirgangur eins ógnaði valdajafn-
væginu, bundust aðrir foringjar samtökum um mótaðgerðir gegn
ójöfnuði hans. Aðför að ójafnaðarmanni leiddi ekki til umbrota í
stjórnkerfinu, heldur til lítils háttar tilhliðrana í valdajafnvæginu í
héraði, eins og greint er frá í sögunum. Höfðingjar reyndu að afla
sér fjár, metorða og valda með milligöngu, án þess að leiðast út í
ójöfnuð.
Auk þess að gæta hófs, varð höfðingi að kunna lög til að ná met-
orðum, einkum ef hann var í hlutverki milligöngumanns. Goðarnir
voru ekki einir um að kunna skil á lögum; í sögunum sýna gildir
bændur eins og Njáll Þorgeirsson og Helgi Droplaugarson frábæra
lögvísi. Enda þótt þeir ættu ekki goðorð, stóðu þeir jafnfætis goð-
um og nutu góðs af lögkænsku sinni og milligöngu. Stundum
höfðu slíkir bændur áhrif til jafns við goðana, enda þótt ekki sé
9 — Skírnir