Skírnir - 01.04.1988, Page 146
132
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
naut sínum á kné, enda þótt hann virðist oft láta undan síga og mis-
bjóða sér, heldur tekst líka að halda völdum sínum óskertum. Frá-
sögnin greinir nákvæmlega frá pólitískum þreifingum andstæðing-
anna, og sýnir á hverju sagnaritarar og lesendur höfðu mestan
áhuga. Hóf er lagt á metaskálarnar á móti ójöfnuði.
Þótt herskár sé, gætir Brodd-Helgi þess vel að halda sig innan
ramma laganna. Vandlega undirbúnar atlögur hans og varnir Geitis
sýna, að báðir skilja og virða leikreglurnar í þessu margslungna
valdatafli. En Brodd-Helga kemur það í koll, að hann gætir ekki
hófs. Einmitt þegar honum hefur nærri tekist að grafa undan áhrif-
um Geitis, hættir hann að hafa hemil á sér. Hann kemur fram af
slíkum ofstopa og hroka, að höfðingjar og bændur í öðrum héruð-
um snúast á sveif með Geiti. Osigur Brodd-Helga og dauði stafar
að nokkru leyti af misnotkun hans á vinfengi við bændur og aðra
höfðingja. Geitir fyrir sitt leyti sýnir pólitísk hyggindi og kemur
sér upp víðtæku fylgi með vinfengi, sem síðan ver hann gegn alvar-
legum eftirmálum, þegar hann að lokum drepur Helga.
Geitir og Brodd-Helgi eru báðir dugandi foringjar, en aðferðir
þeirra eru gjörólíkar. Brodd-Helgi er vígfimur vel og óragur að
leggja sig í hættu. Snemma í sögunni er honum lýst svo: „ ... mikill
maðr ok sterkr ok bráðgerr, vænn ok stórmannligr, ekki málugr í
barnæsku, ódæll ok óvægr þegar á unga aldri. Hann var hugkvæmr
ok margbreytinn" (E kafli). Aftur á móti er Geitir enginn bardaga-
maður, og með aldrinum verður hann „spekingr mikill“ (3. kafli).
Þegar deilan magnast, viðurkennir Brodd-Helgi mannamun þeirra
og segir um andstæðing sinn: „. . . ok er ávallt, at Geitir er vitrastr
vár, þótt hann verði jafnan ofríki borinn“ (8. kafli).
Sýndar eru tvær mismunandi gerðir höfðingja og tvenns konar
atferli. Brodd-Helgi ræðst beint framan að óvini sínum og er skæð-
ur andstæðingur. Geitir víkur sér undan að taka á móti, þar til hon-
um sýnist sem bændur í héraði jafnt sem nálægir goðar séu orðnir
sammála um að nauðsyn krefji, að andstæðingur hans verði kveð-
inn niður. Geitir, hinn varkári goði, sem seinþreyttur er til vand-
ræða, sýnir hyggindi sín með því að láta ekki til skarar skríða fyrr
en í fyllingu tímans. Höfðingi eins og Geitir getur snúið valdníðslu
annars höfðingja sér í hag, en hann verður að fara með gát. Hinn
varkári goði verður að sýna stillingu langtímum saman, uns keppi-