Skírnir - 01.04.1988, Síða 147
SKÍRNIR
VALDATAFL OG VINFENGI
133
nautur hans ofmetnast og leikur af sér. Hann hagnýtir sér ugg
bænda, sem óttast um líf sitt og lendur fyrir hinum herskáa and-
stæðingi hans. Enda þótt fækki í liði Geitis, þegar á líður deiluna,
eignast Geitir fámennan kjarna traustra stuðningsmanna. Þeir vita,
að mikil völd eins höfðingja muni tefla í tvísýnu stöðu bænda, sé
mótvægis ekki gætt.
Þegar við grípum niður í söguna, hefur þegar verið greint frá
vaxandi deilu goðanna tveggja, sem hófst með dauða kaupmanns
frá Noregi og magnaðist síðan við landamerkjadeilu tveggja
bænda. Við hvert stig hefur deilan færst nær því að raska viðkvæmu
sambandi goða og bænda og hefur breiðst út um samfélagið, þann-
ig að bændur í héraði jafnt sem goðar í öðrum héruðum verða að
taka afstöðu.
Sagan gefur í skyn, að það sé ekki fyrst og fremst ágirndin, sem
spilli fyrir Brodd-Helga, heldur þær aðferðir sem hann beitir til að
svala henni. Þegar á líður söguna, fer hann að virða að vettugi þær
reglur um gagnkvæmni, sem samskipti höfðingja lúta. I ofmetnaði
sínum skeytir hann ekki um þá hættu, sem ögrandi framkoma býð-
ur heim, svíkur vini sína og eignast nýja óvini. Eitt sinn á Alþingi
neitar hann að standa við sinn hluta samkomulags við „vin“ sinn
Guðmund ríka:
Eitthvert sumar varð Helga aflafátt á þingi, ok bað hann Guðmund liðs. En
hann kvazk eigi nenna at veita honum lið á hverju þingi ok óvinsæla sig við
aðra höfðingja, en taka af honum engi gæði í móti. Þeir skildu svá með þetta
mál, at Guðmundr hét honum liði, en Helgi skyldi gefa honum hálft
hundrað silfrs.10 Er dómum var lokit - ok höfðu Helga málin vel gengit -,
þá mættusk þeir Guðmundr við búðir, ok heimti Guðmundr féit at Helga.
En Helgi kvazk ékki eiga að gjalda honum ok kvazk eigi sjá, at hann þyrfti
fé at gefa í milli vinfengis þeira. Guðmundr svarar: „Þat er þér illa farit,“
segir hann, „þarft annarra ávallt, en geldr eigi þat, er þú ert heitbundinn. En
vinfengi þitt þykki mér lítils vert. Mun ek eigi optar heimta þetta fé, enda
vera þér aldri at liði síðan.“ Ok skilðu við svá búit, ok er nú lokit vinfengi
þeira. Geitir spyrr þetta ok ferr til fundar við Guðmund ok býðr honum at
taka fé til vinfengis. Guðmundr lézt eigi vilja hafa fé hans ok kvað sér lítit
um at veita þeim mönnum lið, er ávallt vildu inn lægra hlut ór hverju máli
bera. (10. kafli)
Þótt friðsamarí sé en Brodd-Helgi, er Geitir ekki frábitinn
undirferli til að efla auð sinn og völd. Hann iðrast þess engan veg-