Skírnir - 01.04.1988, Síða 148
134
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
inn að hafa átt þátt í dauða kaupmannsins frá Noregi, og reyndar
var augljóst að hann girntist varning hans. En sem höfðingi forðast
Geitir að neyta aflsmunar. Andstætt Brodd-Helga er hann ófús að
hætta lífi sínu hvað eftir annað í vígaferlum, hversu lögmæt sem
þau kunna að vera. Styrkur Geitis er fólginn í hæfni hans til að
hagnýta sér lögvarnir stjórnkerfisins. Keppinautarnir ganga hvor á
sinn hátt eins langt og auðið er, án þess að brjóta þær leikreglur sem
samfélagið setur. Atök þeirra leiða í ljós veikleika og hættur í stöðu
beggja.
Með ófyrirleitni sinni í deilunni við Geiti neyðir Brodd-Helgi
bændur í héraði til að skipa sér í andstæðar fylkingar. Margir þing-
menn Geitis eru annaðhvort ginntir eða neyddir til að snúa baki við
honum og ganga í lið með Brodd-Helga. Stöðugt þrengir að þeim
þingmönnum Geitis sem eftir eru. Þeir afráða að verja hendur sínar
með því að eggja varkáran leiðtoga sinn til að taka af skarið. Enda
þótt stuðningur þingmanna mundi ekki duga einn til að verja Geiti
fyrir yfirgangi Brodd-Helga, gerir missir mannaforráða ásamt
vinafæð á þeim tíma honum erfitt um vik að halda metorðum sín-
um sem mikils virtur goði í héraði. Einn þingmanna Geitis, Þórar-
inn Egilsson, fréttir við heimkomu frá útlöndum, að Geitir hefur
flutt frá Krossavík og býr þar sem heitir í Fagradal, lengra frá bú-
stað Brodd-Helga. Margir þingmenn hafa sagt skilið við Geiti, og
héraðið er næstum alveg á valdi Brodd-Helga. Eina vonin er að
eggja Geiti til dáða. Þórarinn Egilsson setur Geiti úrslitakosti sem
formæiandi þingmanna hans:
Þeir bera ráð saman, þingmenn Geitis, ok þóttusk eigi þola mega lengr
ójafnað Brodd-Helga, fóru nú til fundar við Geiti, ok mælti Þórarinn fyrir
þingmenn: „Hversu lengi skal svá fram fara“, segir hann, „hvárt þar til er
yfir lýkr með öllu? Nú gengr margt manna undan þér, ok lagask allir til
Helga, ok virðum vér þér þrekleysi eitt til ganga, er þú hlífisk við Helga. Þú
ert ykkar snarari, e i þó hefir þú eigi með þér minni garpa en hann hefir með
sér. Ok eru nú tveir kostir af várri hendi, at þú farir heim í Krossavík á bú
þitt, ok fly t þaðan aldri síðan, en ger í mót Helga, ef hann gerir þér nökkurn
ósóma heðan í frá, elligar munum vér selja bústaði vára ok ráðask í brottu,
sumir af landi, en sumir ór heraði." (11. kafli).
Þeir fáu bændur sem halda tryggð við Geiti gera sér ljósan van-
mátt sinn fyrir lögum, og neyða varkáran leiðtoga sinn til að axla