Skírnir - 01.04.1988, Side 149
SKÍRNIR
VALDATAFL OG VINFENGI
135
ábyrgð á aðför að ójafnaðarmanninum Brodd-Helga. Geitir verð-
ur að sæta lagi og fara að keppinaut sínum og drepa hann, en jafn-
framt forðast alvarleg eftirmál fyrir dómi. Aðförin verður augljós-
lega að koma Brodd-Helga í opna skjöldu, ef hún á að takast.
Geitir sýnir kænsku sína í deilunni með því hvernig hann forðast
eftirmál eftir víg annars höfðingja. Hann bíður átekta, og að lokum
eru jafningjar hans sannfærðir um, að vígið hafi verið besti kostur
þeirra og héraðsins. Sagan lýsir ferð Geitis um Norðausturland
áður en hann flyst aftur að Krossavík. I ferðinni kannar Geitir hug
manna um hvort nægur stuðningur sé meðal annarra goða við að-
för að Brodd-Helga. Einn árangur af nýjum sóknarhug Geitis er,
að Guðmundur ríki á Möðruvöllum er nú fús að veita honum það
ómissandi þegjandi samþykki, sem gera mun að engu málatilbúnað
á hendur Geiti fyrir víg, sem ella hefði haft alvarlegar afleiðingar.
Annað atriði Geiti í hag er ójöfnuður Brodd-Helga:
Geitir gerir heiman för sína ok ferr norðr í Ljósavatnsskarð11 til Ofeigs
Járngerðarsonar. Guðmundr inn ríki hitti Geiti, ok sátu þeir á tali allan dag.
Skiljask þeir síðan, ok gistir Geitir at Mývatni at Ölvis ins spaka, ok spurði
hann at Brodd-Helga vandliga. Geitir lét vel yfir honum ok kvað hann vera
stórmenni mikit, óvæginn og ódælan, ok þó góðan dreng at mörgu lagi. „Er
hann eigi ójafnaðarmaðr mikill?" segir Ölvir. Geitir svarar: „Pat er helzt á
mér orðit um ójafnaðinn Helga, at hann unni mér eigi at hafa himininn
jafnan yfir höfði mér sem hann hefir sjálfr.“ Ölvir svarar: „Skal honum þá
allt þola?“ „Svá hefir enn verit hér til,“ segir Geitir. Nú hættu þeir þessu
tali. Ferr Geitir heim, ok er nú allt kyrrt um vetrinn. (12. kafli).
Ojöfnuður Helga hefur sameinað hina höfðingjana gegn
honum. Vegna þess hve vinfengi Helga er ótryggt og þess hve
nauðsynlegt það var í þjóðfélaginu að vináttusamningar væru
virtir, fellur stuðningur annarra höfðingja Geiti í skaut, nærri því
sjálfkrafa. Sagan fer fljótt yfir endalok deilunnar. Enda þótt hand-
ritið sé skaddað á þeim stað, eru útlínur atburða skýrar. Þegar
Brodd-Helgi ríður fáliðaður til þings, situr Geitir fyrir honum
ásamt tryggum þingmönnum sínum. I eftirmálum á Alþingi nær
Geitir með stuðningi Guðmundar ríka hagstæðum sáttum við
Bjarna, son Helga.12 Samkvæmt sáttinni heldur Geitir goðorði
sínu. Hann greiðir Bjarna sæmilegar bætur og fáeinir fylgismanna