Skírnir - 01.04.1988, Side 150
136
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
hans eru gerðir útlægir um tíma. Fall Brodd-Helga er ekki dýru
verði keypt. Geitir gerist á ný mikils virtur goði í héraðinu.13
Niðurlag
Vápnfirðinga saga varpar ljósi á það, hvernig völd voru fólgin í neti
ættarbanda, tengslum goða og þingmanna, milligöngu og vinfeng-
is. Innan þessa ramma urðu íslenskir bændur sjálfir að finna sínar
eigin lausnir, ef ójafnaðarmaður þröngvaði kosti þeirra. Samantek-
in ráð, einkum vinfengi, auðvelduðu bændum að halda hlut sínum
bæði í minni háttar vanda og eins þegar um almennari hagsmuni var
að tefla. Vinfengi sem fullgilt félagslegt form hentaði einnig goðun-
um, sem voru leiðtogar löggiltra hagsmunahópa. Enda þótt hlut-
verk vinfengis á fyrstu öldum íslensks samfélags teljist tæplega lýð-
ræðislegt í nútímaskilningi, veitti það mörgum í samfélaginu færi á
að ráða nokkru um örlög sín, og var hemill á ofbeldi í þjóðfélagi
sem var nánast án framkvæmdavalds.
Athugasemdir
1. Ég þakka ritstjóra Skírnis fyrir að bjóða mér að birta þessa grein.
Mörg þau atriði, sem hér er drepið á, fá nánari umfjöllun í nýrri bók
minni, Medieval Iceland: Society, Sagas and Power (Los Angeles and
Berkeley: University of California Press, 1988).
2. Fóstbróðir á einnig við um menn sem ólust upp saman.
3. Kulturhistoriskt lexikon för nordisk medeltid (Malmö: Allhems förlag,
1956-1978). I þýðingum á Islendingasögum er einatt litið fram hjá eðli
vinfengis sem pólitískt bindandi samninga. Islensku orðunum er nær
alltaf sleppt, og menn í sögunum verða vinsamlegir hver í annars garð,
eða einfaldlega vinir. Dæmi um vinfengi og vináttu í Islendingasögum
sjá „Index“ í Jesse L. Byock, Feud in the Icelandic Saga (Los Angeles
and Berkeley: University of California Press, 1982), bls. 290.
4. Olav Bö, „Venskap“, Kulturhistorískt lexikon, 19. bindi, d. 647-648.
5. í kaflanum um Lösöre, sem fjallar nærri eingöngu um austnorræn lög,
bendir Bo Ruthström á, að í gömlu sænsku lagamáli merkti vm í vin ok
vitne maklare, milligöngumaður. Kulturhistoriskt lexikon, 11. bindi d.
157_
6. Vápnfirðinga saga, útg. Jón Jóhannesson, íAustfirðingasögur, íslenzk
fornrit 11 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1950), bls. 21-65.
Vinfengi og vinátta tengjast oft formlegum skiptum á gjöfum og