Skírnir - 01.04.1988, Side 156
142
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
varlega af stað og gefið í skyn að þó að kvensögupersóna, eða jafn-
vel bara kvenmaður, sé að tala, leiði það ekki endilega af sjálfu að
hljómblærinn sem notaður er sé kvenkyns. Það verður að gera
greinarmun á því líkamlega ástandi að vera kona og þess að tala
með þeirri félagslega skilyrtu rödd sem menningarheildin viður-
kennir sem rödd konu. Til þess að fyrirbyggja misskilning hafa
kvenbókmenntafræðingar gert tillögu um greinarmun, og nota
hann að jafnaði í bókmenntaskrifum, á orðunum kvenkyns — um
það sem lýtur að líffræðilegu kyni; kvenlegur — um það sem sam-
félagið telur að hæfi kvenkyns þegnum sínum; og kvenhyggjulegur
(,,feminískur“) - um það sem lýtur að þeirri pólitísku hreyfingu
sem berst fyrir því að skilgreina samfélagið sjálft og menningu þess
frá sjónarmiði kvenna. Ljóst má vera að þessi greinarmunur er afar
mikilvægur í allri umræðu um hverskonar menningarfyrirbæri, þar
á meðal skáldskap í bundnu og óbundnu máli. Oftar en ekki er
mikill munur á kvenkyns nærveru, rödd, hljómi; kvenlegri nær-
veru, rödd og hljómi; og nærveru, rödd og hljómi kvenhyggjunn-
ar. Rödd völunnar sem talar í Völuspá kynnir sig sem konurödd, en
þarf það að þýða að hljómur hennar sé kvenkyns? Erfitt er að skera
úr um slíkt þegar fjarlægðin í tíma er þetta mikil. En Gunnlaðar-
saga er mjög nálægt okkur í tíma og þó að sú bók fjalli augljóslega
um efni sem varðar alla hugsandi menn, þá fæst hún einnig, í krafti
frásagnartækni sinnar og með því að nota söguna gömlu um Óðin
og skáldamjöðinn, við spurninguna um það hvað sé kvenkyns,
kvenlegt og kvenhyggjulegt í lífi okkar og bókmenntum. Þó að
sagan gerist á Islandi og í Danmörku er hægur vandi að setja
viðfangsefni hennar í víðara samhengi, rétt eins og gera má við
norrænu goðsögnina um uppruna og þróun skáldamjaðarins, enda
þótt Snorri setji hana á svið í Asgarði, Jötunheimum og Miðgarði.
En þó að bók Svövu sé í eðli sínu og byggingu þrungin vitund um
málefni sem varða kvenlesendur og kvenhöfunda miklu, væri ekki
við hæfi að skilgreina hana afdráttarlaust sem „kvenhyggjuverk"
(„feminíska“ bók). Ef það á að flokka hana yfirleitt - og á þessum
tímum kvenhyggjumats og flokkunar á skáldsögum verður hún
óhjákvæmilega skoðuð með slíka flokkun í huga - þá er rétt að
finna henni stað nálægt þeirri bókmenntalegu kvenhyggju sem
Virginia Woolf lagði stund á og kölluð er „þriðja stigs“ eða „eftir-