Skírnir - 01.04.1988, Page 158
144
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
meðvituðum „kvenlegum“ tón og tekur gilda þá félagslega mótuðu
mynd af sér sem konu sem hún hefur óafvitandi gert af sjálfri sér
fram til þessa. Hún þróast síðan yfir á það stig að verða sér í vaxandi
mæli meðvituð um þá áhrifaþætti sem móta skoðanir hennar og
fyrirframgefnar hugmyndir um sjálfa sig. Undir lokin breikkar
tónsviðið og við hlustum á fullvissuhljóma frá konu sem beitir af
sjálfsöryggi þeirri list sem hún hefur endurheimt- skáldskaparlist-
inni í víðasta skilningi þess orðs, eins og hann birtist í norrænu
goðsögninni um það er Oðinn komst yfir skáldamjöðinn, en sú
saga er uppistaðan í þeim hluta bókarinnar sem gerist utan tuttug-
ustu aldar og er „hugarburður". Það er í leitinni að þeim sannind-
um sem dóttirin býr yfir að móðir Dísar finnur sinn eigin sköpun-
armátt, þegar hún viðurkennir og eignast að lokum hlutdeild í þörf
Dísar að endurheimta kerið stolna. Sögukonunni sjálfri er ekki svo
lýst að hún geri sér ljósa grein fyrir því hve mikla þýðingu það hef-
ur fyrir hana sem konu í samfélaginu að hún breytist við þá reynslu
sem hún verður fyrir og lagar sig að, eftir því sem hún teygir sig æ
lengra til þess að skilja Dís og veita henni aðstoð. Hún er ofur-
skiljanlega alltof upptekin af reynslunni sjálfri til þess að gera sér
um hana aðrar vangaveltur en persónulegar eða þá vangaveltur sem
varpa ljósi á þau almennu menningarvandamál sem gerð var stutt
grein fyrir hér að framan ( bls. 139 neðst) og eru á yfirborðinu í
brennidepli félagslegrar og pólitískrar umræðu bókarinnar. Það er
svo lesandans að gera sér ljóst að það er ekki fyrr en hún hefur hafn-
að því kvenlega samfélagshlutverki sem hún hefur hingað til leikið
og sökkt sér niður í ástand þar sem hún neyðist til að læra að treysta
á raungildi kveneðlisins, eins og hún og dóttir hennar skilgreina
það, að móðir Dísar verður að lokum fær um að fá sér sjálf teyg af
skáldamiðinum - þeim fjársjóði sem formóðir hennar, Gunnlöð,
varðveitti forðum - og ummynda reynslu sína í orð.
Notkun skáldamjaðarins sem ritklifa í bókinni vekur spurning-
una um hvernig ný túlkun fornrar goðsögu, tengist skáldsögunni á
tuttugustu öld, og ennfremur hvernig hún tengist túlkun sígildra
norrænna og íslenskra bókmennta almennt. Að hve miklu marki
hvetur bók Svövu okkur til að beina athygli að kvenröddinni í
goðakvæðunum - í þessu tilviki rödd Gunnlaðar - kvenröddinni
sem hefur um svo langan aldur verið brotakennd eða þögul, ein-