Skírnir - 01.04.1988, Page 163
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
149
einfalt dæmi við fyrstu sýn, kunni kvenhyggjugagnrýnin að hafa
nokkuð til síns máls. Jafnvel þar má vera að ekki finnist einfalt svar
við spurningunni: „Hver er hinn sanni hljómur kvenraddarinnar?“
III
Sé okkur erfitt um vik nú á dögum að greiða í sundur félagslegar,
sálfræðilegar og málvísindalegar flækjur til þess að fá numið sanna
rödd konunnar á tuttugustu öld, hvernig eigum við þá að fara að
því að greina í sundur þræði hennar á tíundu öld? Hvað vitum við
um tungumálið, sálfræðina og félagsfræðina á tíundu öld annað en
það sem fram að þessu hefur aðeins verið skoðað gegnum öfluga
linsu karlfræðimennskunnar.
Því hefur verið haldið fram, utan íslenska menningarheimsins,
að konur kunni að hafa skapað og varðveitt ballöðuhefðina,13 þá
munnlegu hefð sem var fyrir hendi áður en sverðið og penninn
urðu ríkjandi öfl í skáldskap og sagnalist - bæði í raun og sem
reðurtákn. Það er því varla fráleit tilgáta að kannski sé það ekki
sjálft tungumálið sem verði að kallast karllegt í eðli sínu, heldur sé
það einungis ritmálið, málið sem reðurlaga penninn skrifar, mál
ritningarinnar. Kannski er rétt að fara að velta fyrir sér hvaða
söngva drottningin af Saba muni hafa sungið þegar hún var ein í
dyngju sinni - söngva sem aldrei voru skráðir.
Þegar rætt er um skáldskaparhefð fyrir ritöld, og í dæmi Eddu-
kvæðanna hefur slík hefð verið rædd út frá margvíslegum kenning-
um, þá er það okkur sífelldur fjötur um fót við tilgátusmíð að
kvæði þessi eru ekki varðveitt fyrr en ritmál kemur til sögunnar og
gefur þeim endanlegt form. Við verðum að reiða okkur á kenningar
málvísinda og menningarsögu sem mælikvarða til að fella dóma um
aldur þeirra og upphaf og til þess að endurgera eftir fremsta megni
sögu þeirra og þróun áður en þau voru skráð og reyndar líka til að
finna á þeim túlkanir sem við gerum okkur ánægð með á núverandi
þekkingarstigi. Ef litið er á Völuspá þá er það staðreynd að við vit-
um ekki hver orti kvæðið né hvenær. Við teljum okkur vita með
sæmilegri vissu á grundvelli málvísinda og menningarsögu að þeir
þættir kvæðisins sem voru orðnir til áður en menn gerðust kristnir
séu ekki að öllu leyti sköpunarverk ritningarpennans, en við höf-