Skírnir - 01.04.1988, Page 169
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
155
að heimta kerið úr höndum yfirvaldsins þannig að það geti á ný
gegnt sínu rétta sköpunarhlutverki. Því verki er síðan lýst í
knappri, væmnislausri og áhrifamikilli frásögn móður Dísar - í
Gunnlaðarsögu. I þeirri sögu notar Svava mál sem nær út yfir
landamæri Islands, mál sem hlýtur að gleðja alla kvenrithöfunda
sem geta fyrir tilstilli þess tengst kvennahefðinni í norrænum bók-
menntum og lesið sögu hennar af Gunnlöðu og langvarandi leit
hennar að kerinu til að endurheimta það og fylla á ný fyrir framtíð-
ina, sögu sem er í sjálfri sér áhrifamikil og vekur til umhugsunar.
Það sama gildir um söguna af miðaldra konu frá Reykjavík sem
tekst með aðstoð skarpskyggnrar dóttur sinnar að horfast í augu
við þá skyldu sína að leggja þessu verki lið sitt. Að launum er henni
síðan gefið það vald yfir málinu sem gerir henni kleift að skrifa
bókina sem segir frá reynslu hennar og við fáum tækifæri til að lesa.
I frásögninni fylgjumst við með þróun aðalpersónunnar í eins
konar hringdansi á rökkvuðu svæði milli „kvensjálfsins“ og „kven-
lega“ sjálfsins, fylgjum henni gegnum völundarhúsið þar til hún
kemst að lokum út úr þessari skuggaveröld og henni opnast nýr
skilningur og nýr tjáningarháttur. Þetta ferli vindur sig í gegnum
flókna frásögn og rödd sögumannsins er sífellt að skipta um tón í
röð tengdra könnunarferða. Þetta er frásöguháttur í hárfínu jafn-
vægi sem gerir kröfur til óbrigðullar nákvæmni og leikni sem Svava
uppfyllir af næmleik og glæsibrag sem gera bókina að nýjum áfanga
á rithöfundarferli hennar. Sagan af leit móðurinnar að sjálfri sér
bendir að vísu að nokkru leyti út á við til víðáttumeiri og tákn-
rænnar leitar - eins og við er að búast af höfundi Leigjandans og
Lokatefingar - en hún er fyrst og fremst átakanleg og heillandi saga
um persónulegar tilfinningar, persónulega kreppu og viðskipti
einstaklings við harðsnúið og hættulegt umhverfi, sem er henni
jafn framandi og sá heimur sem dóttir hennar byggir í Kaupmanna-
höfn. Fólkið í sögunni lifir, andar, finnur til og við skynjum návist
þess betur en persónanna í fyrri sögum Svövu. Sterkur straumur
ljóðrænnar frásagnar ber léttilega uppi þunga táknanna og flétt-
unnar, sem er full af ráðgátum og erfiðum spurningum er varða
glæp og réttlæti. Lesandinn dregst inn í persónu sögumanns, sér
með augum hennar undarlegan heim fortíðarinnar sem birtist
mæðgunum í sameiginlegum sjónhendingum. Hann finnur til með