Skírnir - 01.04.1988, Page 170
156
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
þeim, upplifir togstreituna milli andstæðra sjónarmiða þeirra og í
för með þeim rennur upp fyrir honum sú sýn sem liggur handan
textans — hinum megin ljóðsins.
Er þessi sýn vitfirring? Er hún móðursýki? Eða er hún skynsam-
legt vit sem ekki verður birt með öðrum hætti en þessum?
Þessari spurningu er varpað fram í frásögninni sjálfri: er sögu-
maðurinn/höfundurinn orðinn vitskertur? Eða hefur hún íklæðst
tuglamöttli og kattarskinnsglófum Þorbjargar lítilvölu og annarra
völva til forna, tekið upp rödd fornra íslenskra skálda sem spann
vef formæðra og forfeðra íslenskra bókmennta, kvæði eins og
Völuspá og Grípisspá? Er slíkt þorandi? Nú, Svava þorði að leggja
leið sína inn í níunda heiminn, tók sér leiðsögn mánagyðjunnar
Freyju (sem sumir hafa ævinlega bendlað við tunglsýki) og hafði
djörfung til að hlusta á kvenröddina sem hún hefur numið óminn
af að baki ljóðlínanna í forníslenskum kvæðum. Enn fremur hefur
hún sem höfundur gengið án þess að blikna við hlið aðalpersónu
sinnar inn í hvern þann heim og eftir hverjum þeim stígum sem hik-
andi móðirin finnur sig knúða til að kanna. Um leið verður geð-
klofinn hljómur raddar hennar sífellt ágengari og þrengir sér
dýpra, skilin vaxa milli þess sem er „kvenkyns“ og þess sem er
„kvenlegt“. Svava fylgir hversdagslegri og ráðvilltri kvensöguhetju
sinni allt til loka, þar til sú ómeðvitaða ákvörðun konunnar í sög-
unni að gangast við sjálfri sér sem konu og hætta sér með aðstoð
annarra kvenna inn á óþekkt svæði og opna þau, samstillir að lok-
um og sefar sundurslitna og ómstríða hljóma hennar og gefur þeim
styrk og kliðmýkt til að skapa frásögnina sem við lesum. Röddin
sem hljómar í eyrum lesandans er undarleg og margbreytileg, veitir
honum traust og kemur honum úr jafnvægi. Margt í þessari bók er
byltingarkennt, bæði í siðferðilegum og fagurfræðilegum efnum,
en við gerum okkur ljóst á leið okkar gegnum bókina að þótt bylt-
ing kunni að vera erfið þá kann hún að vera eðlilegri en venjuleg
þróun og getur komið miklu til leiðar án þess að vera blóðug.
Kvenrithöfundar ættu að fagna þessum boðskap og skynja hann
sem mikla hvatningu. Þeir geta bæði lesið úr frásögninni dæmisögu
um það mikla og viðvarandi ævintýri sem það er að opinbera
kvenröddina í bókmenntum og auk þess notið ávaxtanna af ferð
Svövu inn á þessar lendur.