Skírnir - 01.04.1988, Side 172
158
MAUREEN THOMAS
SKIRNIR
eftir að brúðkaupinu er lokið. Hvað snertir óskhyggjuímyndanir
má líta svo á21 að útópíska skáldsagan, vísindaskáldsagan og ástar-
sagan bjóði allar upp á leið til þess að kvenröddin og kvenna-
viðhorfið birtist opinberlega, þó að oft sé hvort tveggja íklætt karl-
hönnuðum flíkum þess „kvenlega“. Það mætti kannski orða það
svo að það sé hægt að smjúga gegnum net ómeðvitaðrar ritskoðun-
ar með því að látast semja sig að því sem þykir rétt og viðeigandi
hverju sinni án þess að gangast undir vald þess í reynd.
Sé haldið áfram eftir þessari braut má sjá að allmargar bækur sem
konur hafa skrifað á Islandi á undanförnum árum hafa kannað
jaðra þess svæðis sem hugarburðir ástarsögunnar kynna sem hinn
kvenlega draumaheim. Jakobína Sigurðardóttir (Dægurvísa, 1965)
blés anda og sál í verustað konunnar, heimilið, gerði hús lifandi og
lét það skoða innviði þess samfélags sem umlykur það og býr í því.
Alfrún Gunnlaugsdóttir (Þel, 1984) hefur endaskipti á hinni við-
teknu aðferð og notar karlpersónu sem talar með viðurkenndri
rödd karlavaldsins22 til þess að kanna tilfinningalíf þeirra Unu,
Mögdu, Yolöndu og Elsu og þau félagslegu og menningarlegu
hlutverk sem þær leika: hina kúguðu, hina rómantísku, hina fram-
andi, hina hórulegu, hina móðurlegu. Og allt er þetta séð frá sjón-
arhóli konu. Nýlega hafa komið út tvær bækur sem hvor með sín-
um gerólíka hætti kanna gaumgæfilega hið kvalafulla misræmi milli
þess sem er „kvenlegt“ og þess sem er „kvenkyns" í lífinu og bók-
menntunum - Hlustid þér á Mozart? (1982) eftir Auði Haralds og
Tímaþjófurinn (1986) eftir Steinunni Sigurðardóttur. I báðum
bókum kemur fram að kvensöguhetjurnar þjást fyrir það að geta
endanlega ekki sætt sig við skilin milli þess sem er raunverulega
kvenkyns og þess kvenlega sem er félagslega skilyrt. I Hlustið þér
á MozarH stendur Lovísa frammi fyrir froskinum og „velur“ að
taka sér fasta búsetu í höll furðusögunnar fremur en að sjá froskeðli
hans í réttu ljósi. I „Tímaþjófinum“ hverfur Alda ívarsen inn í sinn
innri heim þar sem hún hlustar ein á kvenrödd sína. I samskiptum
við aðra, nema við sitt annað sjálf, systur sína, sveiflast hún á milli
þess „kvenlega“ og þess „kvenhyggjulega" og finnur aldrei rétt
jafnvægi, kannski vegna þess að móttökutækin í heiminum sem
hún byggir eru ekki stillt til að taka við þeim sanna tóni sem hún er
að berjast við að ná, tóni sem er svo fíngerður að hann afmyndast