Skírnir - 01.04.1988, Page 174
160
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
spekilegri hugsjón um listsköpun sem er ekki takmörkuð af kyn-
ferði. Hún útilokar ekki þær venjur sem skapast hafa í „karlmann-
legum“ frásagnarstíl, en reiðir sig í grundvallaratriðum á aðrar að-
ferðir - ómissandi vegvísir á þessari ferð er gormvafningur völ-
undarhússins dulúðuga, sem hefðin hefur löngum tengt grunneðli
konunnar.23 Ariadna ein kunni þá list að rata um völundarhúsið og
beitti til þess hefðbundnum kvennaverkfærum, garni sem vafið er
á snældu og er traustur og sveigjanlegur þráður. Svava notar listi-
lega spunna frásögn sína til að þræða saman sögurnar af Gunnlöðu,
Dís og móður hennar með aðferðum sem eiga vel við ævintýrin
sem þær lenda í. Til er miðill sem hæfir hverri athöfn: í Gunnlabar-
sögu dragast konurnar í frásögninni inn í samþættað net sem reyn-
ist síðan vera hreyfiafl ævintýraleiðangurs þeirra. Þetta er net
menningararfleifðar þeirra.
Þegar litið er á ástandið í þeim fjórum öðrum skáldsögum ís-
lenskra kvenna sem ég hef minnst á, þá lifir Ása í sögu Jakobínu
sundurtætt milli þess kvalafulla veruleika að vera yfirgefin móðir í
borginni annars vegar og svo hins vegar draumóra um óspillta gull-
öld í sveitasælunni þar sem smjör og blíða drjúpa af hverju strái;
Una í sögu Alfrúnar er kúguð, notuð og yfirgefin . . . og grípur til
pillanna frá geðlækninum; í frásögn Auðar eru höfð endaskipti á
heimi ástarsögufantasíunnar, en Lovísa getur ekki flúið valíum-
glasið; Alda í bók Steinunnar snýr á hvolf kvenlegum veruleik og
kvenkyns draumórum, en veit sífellt af pilluglasinu í náttborðs-
skúffunni. Allar þessar skáldsögupersónur af kvenkyni laumast í
gegnum skipulegt táknkerfanet karlmannanna og sökkva í botn-
laust djúp móðursýkinnar - í heimi þar sem „karlmannleg“ gildi
ríkja er hún hin hliðin, og sú sorglega, á göfugu æði. Hins vegar er
Dís í sögu Svövu eins konar Miranda okkar tíma og leiðir móður
sína inn í heim þar sem veruleikinn er endanlega einungis sýnilegur
í spegli hugaróranna, fantasíunnar: þetta er kvennaheimur séður í
skæru ljósi í spegli konu. Engar ásakanir um móðursýki og tungl-
sýki hrína á Dís og dulúðugt brosið leikur ótruflað um varir
hennar, jafnvel þegar axlabreiðir og einkennisklæddir þjónar yfir-
valdsins leiða hana á brott á milli sín.
Þegar sjáendur og sýnir eru annars vegar, hver á þá að dæma um
hvað er geðsjúkt og hvað er heilbrigt? Kenningasmiðir kvenbók-