Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 176
162
MAUREEN THOMAS
SKIRNIR
laugsdóttir hafa fundið útgefendur, lesendur og athygli gagnrýn-
enda, eru öll líkindi til þess að allir, fræðimenn jafnt og venjulegir
lesendur, geti notið, eins og ég hef gert, þessarar hrífandi og um-
hugsunarvekjandi sögu Svövu, af jafnmiklum áhuga og þeir hafa
sýnt Snorra-Eddu og Hávamálum - og svipuðum áhuga og menn
hljóta að hafa sýnt Völuspá árið 988 sem sést á því að kraftur og feg-
urð skáldskaparraddar hennar hafa hljómað í þúsund ár. Jakobína,
Auður, Alfrún og Steinunn hljóta að hafa þegið hvatningu frá rödd
völunnar; nú er Svava búin að stilla þá hljóma saman í tungumál
sem við getum öll lesið, notið og vonandi skilið.
Þegar litið er á Island og bókmenntir þess frá löndunum handan
hafsins hlvtur lesendum að þykja núverandi straumar í bókmennt-
um og skáldskap íslenskra kvenna, sem byggja á þessari einstöku
hefð, þess eðlis að þeir opni svið sem veita innblástur og hvatningu.
Tilvísanir
1. Gustav Neckel (útg.), Edda, Heidelberg 1927; Ursula Dronke, The
Poetic Ldda Vol I, Oxford 1969; Vol II væntanleg; W.H. Auden og
Paul B. Taylor, Norse Poems, London 1969.
2. Edda Snorra Sturiusonar, I-IIl, Hafniae 1848-87; Anthony Faulkes,
Snorri Sturluson: Edda, London 1987.
3. T. d. Þorsteinn frá Hamri, Himinbjargarsaga eda Skógardrattmur,
Revkjavík 1969.
4. Bertha S. Philpotts, Edda and Saga, London 1931.
5. Rosalind Coward, „This Novel Changes Women’s Lives: Are
Women’s Novels Feminist Novels?“, Eeminist Review 5. 1980.
Lndurprentað hjá Showalter. The New Feminist Cnticism. Essays on
'Women, Literature and Theory, New York 1985.
6. Toril Moi, Sexual Textual Politics, London og New York 1985. Agrip
af sögu gagnrýninnar og yfirlit vfir kenntngar kvenbó'kmennta-
fræðinnar.
7. Sama rit. Inngangur, bls. 12 og tilvísun 6.
8. Luce Irigarav. Ce sexe qui n’en est pas un, París 1977.
9. Jóhannes 1.1. og 1.14.
10. Sandra M. Gilbert og Susan Gubar, The Madwoman in the Attic: The
Woman Writer and the Nineteenth-Century Literary lmaginatwn,
New Haven 1979.
11. Julia Kristeva, La Revolution du Langage Poetique, París 1974.