Skírnir - 01.04.1988, Page 181
SKÍRNIR
SKIRNISMAL
167
þung rök sem styðja slíka gagnrýni. Það er almennt viðurkennt að
málefnaleg gagnrýni á störf manna er ákjósanleg. A sumum
sviðum, svo sem í listum, vísindum og fræðum, telja flestir iðkend-
urnir jafnvel að aðhald gagnrýninnar sé þessum greinum lífsnauð-
syn ef þær eiga að dafna eðlilega. Því skvldi ekki sama gilda um
dómstólana ? Jafnvel þótt eingöngu vitrir og réttvísir menn skipuðu
dómstólana, væri engan veginn sanngirni að ætla að störf þeirra séu
svo óaðfinnanleg að þau séu yfir alla gagnrýni hafin eða að dómar-
arnir séu sjálfir svo fullkomnir að þeir hafi enga þörf fyrir aðhald
gagnrýninnar, sem hæfustu listamenn og vísindamenn telja sig ekki
geta án verið. Það gildir sama um dómara eins og aðra að mikilvægt
er að þeir búist við því að verk þeirra verði rædd og gagnrýnd, það
er þeim hvatning til að vanda verk sitt í hvívetna.
3
Jafnvel þótt það væri tryggt að einungis þeir skipuðu dómarasæti
sem væru hvort tveggja í senn fróðustu og vitrustu lögfræðinga
landsins,8 þá krefjast bæði almenningur og lögfræðingar í nútíma-
samfélagi þess að upplýst sé á hvaða rökum dómsniðurstaða er
byggð. Sú gagnrýni Jóns Steinars í fyrrgreindri bók sem beinist að
þessu atriði virðist því bæði réttmæt og tímabær, og ýtir vonandi
undir umræðu um rökstuðning í dómum.
Dómstólunum hefur verið fengið það hlutverk að skera úr um
hvort lög hafa verið brotin og leysa úr ágreiningi manna. Dómstól-
unum eru settar starfsreglur, sem eiga að fyrirbyggja að slíkt sé gert
með geðþóttaákvörðunum. Kjarna þeirra er að finna í því boði, að
niðurstaða dóms skuli vera rökstudd um sönnunar- og lagaatriði
(193. gr. 1. 85/1936). Með rökstuðningi er sýnt fram áaðniðurstað-
an sé rétt og réttlát. Sé dómur órökstuddur eða lítt rökstuddur er
ekki hægt að vita hvort niðurstaðan fullnægir þessum skilyrðum.
Rökin eru það tæki sem við höfum til þess að sanna rétta niður-
stöðu og sú skylda er lögð á dómara með ofangreindri starfsreglu,
að sanna að hann hafi leyst starfið vel.
Einnig má færa rök fyrir þessari skyldu út frá hinni almennu
kröfu um að sams konar mál fái sams konar meðferð. Eigi lög að
gilda eins fyrir alla verður að vera samræmi í beitingu þeirra. Itarleg