Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 185
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
171
synlegt að þessi tengsl réttar og réttlætis haldist og séu jafnt al-
menningi og löglærðum sem ljósust. Þetta þýðir aftur að málsaðilar
og almenningur verða að geta séð hvers vegna niðurstaða dóms er
réttlát, en skilyrði þess er auðvitað að þeir skilji dóminn og for-
sendur hans.
Það er að vísu hægara sagt en gert að skrifa dóma þannig að allir
geti skilið og þó þannig að nákvæmni og fagleg vinnubrögð gjaldi
þess ekki. Sennilega er óraunhæft að ætla að dómar geti alltaf verið
svo ljósir að hver sem er geti skilið þá án hjálpar sérfróðra. En hug-
sjónin um réttarríki krefst þess af dómurum að þeir skrifi dóma
sína á þann hátt sem hér hefur verið lagt til: að rökstuðningur sé
eins skýr og kostur er og það sé eins ljóst og verða má að niðurstað-
an sé réttlát niðurstaða samkvæmt gildandi rétti.
Hjördís Björk Hákonardóttir
Tilvísanir
1. Sigurður Líndal, „Sendiför Úlfljóts", Skírnir 1969, bls. 5.
2. Sjá t. d. Martin P. Golding, Philosophy and Law, um helstu einkenni
lögbundins skipulags og úrlausn ágreiningsmála.
3. Sjá nánar Garðar Gíslason, „Hvað er réttarríki og hverjir eru kostir
þess?“ Tímarit lögfrœðinga (hér eftir T. L.) 2. hefti 1983, bls. 66-72.
4. Jón Steinar Gunnlaugsson, Deilt á dómarana (Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1987).
5. Einar Arnórsson, „Gagnrýni dómsúrlausna", T. L. 1. hefti 1953, bls.
1 og Arni Tryggvason, „Afstaða dómara til andsvara við gagnrýni", T.
L. 4. hefti 1953, bls. 193.
6. Einar Arnórsson sama rit, og Sigurður Líndal, „ísland og aðdragandi
heimsstyrjaldar 1939-45“, Skírnir 1981, bls. 177.
7. Arni Tryggvason, sama rit.
8. Sbr. Einar Arnórsson, sama rit, bls. 1.
9. Sjá Þór Vilhjálmsson, „Domars avfattning, sárskilt betráffande redo-
visning av bevisdömmingen", Förhandlingarna vid det 24. nord. jur-
istmötet i Sth. 31. Aug.-2. Sept. 1966. Stokkhólmi 1967, bls. 214-221.
10. Þetta sjónarmið birtist t. d. hjá Árna Tryggvasyni, sama rit,. bls. 196 og
ennfremur hjá Þór Vilhjálmssyni, sama rit.
11. Um þetta efni sjá t. d. Garðar Gíslason, „Um réttarreglur og siðferðis-
reglur,“ Úlfljótur 24, 1971, bls. 299-304.