Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 193
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
179
textinn er heill til lestrar á sínum stað með viðkunnanlegri stafsetningu sem
samræmd er að fornum hætti; lesbrigði eru á öðrum stað fyrir þá sem for-
vitnar um ólíka vitnisburði handrita er sýna fjarlægð frá uppruna ellegar
innbyrðis skyldleika gerða. Sá texti sem Guðrún býr lesendum í hendur
sýnist mér gerður af óbrigðulu skyni á allar vísbendingar um málfar og
setningaskipan hinnar upprunalegu sögu eftir því sem næst verður komist.
Af nákvæmni og alúð og háttvísri varfærni lærdómsmanns hefur hún sett
saman trúverðuga gerð sögunnar sem fer eins nærri hinni fyrstu Hrafns
sögu og efni eru til.
Á grundvelli þessarar gerðar Hrafns sögu skýrir útgefandi rækilega efni
og vísur sögunnar á um eitt hundrað og sjötíu blaðsíðum á enskri tungu í
formála og aftanmáls athugagreinum. I viðbæti I eru textar úr Sturlungu og
Guðmundar sögum sem eiga hliðstæður í Hrafns sögu. I viðbæti II eru
birtir leshættir og athugasemdir þeim viðvíkjandi til stuðnings ættarskrá
handrita en í doktorsriti sínu (Oxford 1968) hefur Guðrún gert skil á
skyldleika handrita og umbreytingum á textum sögunnar. Þá er ritaskrá
yfirvættis skýr á seytján blaðsíðum, uppdráttur af Vestfjörðum, ættarskrár
og nafnaskrá að bókarlokum. Allur frágangur er til fyrirmyndar, allar til-
vísanir í stöðluðu formi, hver á sínum stað, gerðar af ótrúlegri natni við ótal
smáatriði og árangur er sá að nærri hvergi skeikar samræmi. Form bókar-
innar mun staðlað að enskum hætti þeirrar ritraðar sem bókin er í og minn-
ir mig svolítið á reglulegar frostrósir í glugga, óaðfinnanlegar en kaldar.
Formáli Guðrúnar einkennist af skýrri framsetningu og þeirri viðleitni
að skilja söguna út frá efni hennar sjálfrar. I fyrsta kafla gerir hún grein fyrir
baksviði Hrafns sögu, rekur upphaf valdabaráttu höfðingja á Islandi á
þrettándu öld og hvernig höfðingjar á Vestfjörðum komu undir sig fótum
með tekjum af tíundum og tollum til kirkna og með því að nýta auð lands
og sjávar; fisk, hval, rostung, sel, reka og æðardún, en um þessi gæði deildu
þeir menn sem mest koma við Hrafns sögu. Guðrún skýrir hvernig Hrafn
Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfjörð, auðugur og mikilsmetinn maður er
hafði þingmannavarðveislu við Arnarfjörð og í nálægum héruðum, ógnaði
áhrifasvæði Vatnsfirðinga við Isafjörð og hún bendir á að frá sjónarmiði
Þorvalds Vatnsfirðings og hans manna hafi ágengni Þorvalds við þingmenn
Hrafns verið sjálfsvörn. Einnig rekur hún hver áhrif það hafði á framvindu
mála með hverjum valdamenn í öðrum landsfjórðungum stóðu í deilum
Vestfirðinga.
Guðrún telur að lesa megi úr sögunni að ásetningur höfundar Hrafns
sögu sé að sýna að Hrafn lét ávallt stjórnast af hreinu hjartalagi og að at-
hafnir hans hafi verið mótaðar af kristilegu hugarfari. Um þennan skilning
höfundar á Hrafni ræðir hún í næsta kafla formálans; söguhöfundur leggur
sig fram, telur hún, til þess að sýna Hrafn sem mann er af frjálsum vilja vel-
ur að gera góðverk í anda Krists, er friðsamur, réttlátur, auðmjúkur, kær-
leiksríkur; hann fyrirgefur og treystir á himnaríki fremur en heimslegan
auð og heiður. Dæmi um skilning höfundar sækir Guðrún í söguna sjálfa