Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 196
182
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
SKÍRNIR
fræði, lögfræði, nafnfræði, sagnfræði, bókmenntum, ættfræði, læknislist,
siglingafræði, málsháttum o.s.frv.
I skýringagreinum er, eins og í formála, óravíða leitað fanga, aftur í aldir
og langt út í lönd og hvarvetna staðið að verki með gætni. Skýringagreinar
svo vandlega gerðar sem þessar eru mikils virði, ekki einungis lesendum
Hrafns sögu, heldur og öllum sem beina sjónum að evrópskum miðaldarit-
um.
A einum stað í skýringagreinum (s. 80) dregur Guðrún fram skýrt dæmi
úr Jartegnabók Þorláks biskups sem hliðstæðu við frásögn Hrafns sögu af
ómagaflutningi. Vísar hún í útgáfu L. Larssons á AM 645 4to (Lund 1885).
Sakna eg þess að hvorki hér né á öðrum stað (s. 64), þar sem vísað er í Þor-
láks sögu, né heldur í ritaskrá er getið útgáfu Jóns Helgasonar á Þorláks
sögu og Páls sögu (Byskupa sggur 2. hæfte (Editiones Arnamagnæanæ Ser-
ies A, vol. 13,2), Kh. 1978). Vera má að þessi útgáfa sé á fárra vitorði á Is-
landi, ekki hafa henni verið gerð skil í bókakynningum Skírnis eða Sögu
fremur en fyrrnefndri útgáfu Stefáns Karlssonar á Guðmundar sögum
biskups.
í skýringargrein við fimmtándu vísu Hrafns sögu er Guðrún fastheldin
á þá trú fyrri fræðimanna að í sjötta vísuorði sé orðmyndin huggtorgs villa
fyrir hauktorgs og skýrir Guðrún: heggur hauktorgs vita = auðugur
maður. Því hefur verið trúað að orðmyndin huggtorgs sé villa úr sameigin-
legri heimild forrits handrita A-gerðar og Guðmundar sagna. I væntanlegri
útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu, Hrafns sögu og fleiri sögum gerir
Bergljót Kristjánsdóttir hinsvegar tilraun til þess að skýra orðmyndina lík-
ar því sem er í handritum út frá orðfæri í Heilagra manna sögum sem ekki
er fjarri lagi þegar Hrafns saga á í hlut. Bergljót tekur saman í mannkenn-
ingu: heggur (viður, tré) hugtorgs (brjósts) vita (skilningarvita), þ. e.
skynsamur maður. Þessi kenning á ekki hliðstæðu í öðrum skáldskap en
með skýringartilrauninni er gert ráð fyrir nýmyndun kenninga út frá hug-
myndum í dýrlingasögum. Þessarar skýringar er ekki getið hér til þess að
kasta rýrð á verk Guðrúnar, en hún kann að varpa ljósi á að ný kynslóð
fræðimanna verði ef til vill tregari til þess að gera leiðréttingatilgátur en
fyrri menn, en leggi meiri trúnað á texta handrita eins og þeir eru varðveittir
þó skrifuð orð sýnist þar oft úr lausu lofti gripin.
Aður var þess getið að uppdráttur er í bókinni (s. 138), en þar sakna eg
hæðalína. Uppdráttur í fornsöguútgáfu, sem hlýtur að vera ætluð til lestrar
meðal þjóða ókunnugum íslensku landslagi, segir lítið með því einu að sýna
staði undir nöfnum. Hæðamunur lands er á sína vísu orsök þess hvernig
sögur gerast, hæðalínur á landabréfum sýna skil byggða og óbyggða;
heiðabrúnir og undirlendi. Uppdráttur af Vestfjörðum með hæðalínum
hefði sómt sér vel í þessari bók til þess að skýra að liðsmenn Þorvalds í
Vatnsfirði gengu upp skó sína yfir Glámuheiði til Arnarfjarðar. En því
miður sýnist mér sá háttur vera að festast að láta nöfnin ein duga á upp-
dráttum með nýjustu útgáfum fornsagna, það er eins og landinu sé kippt