Skírnir - 01.04.1988, Page 198
184
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
auknefni er tengt við hugtakiðýó' í Grágás. Ég á bágt með að sjá hvað þetta
kemur málinu við. Þaö er lítil ástæða að bendla orðið við níó, ýki, enda þótt
ýki og auknefni séu rótskyld orð. Auknefni þarf ekki að vera niðrandi. Ég
sakna þess líka að í þessum fyrstu köflum skuli ekki hafa verið bent á að
formáli Snorra-Eddu erprologus ante rem og líklega hefur prologuspraeter
rem þá fallið brott í uppskriftum, og gæti titill Uppsala-Eddu verið unninn
upp úr honum.
I næstu köflum ræðir Margaret Clunies Ross svo um hvernig Snorri
flokkar kenningar og fjallar hún síðan um hvern flokk fyrir sig. Þar mun ís-
lenskum lesendum finnast nýstárlegast hvernig hún tengir frásögn Snorra
af skáldamiðinum við sköpunarsöguna í formálanum. Lokakafli bókarinn-
ar snýst svo um hvernig snið og uppbygging Eddu kemur heim við erlendar
fræðibækur. Þar birtist glöggt að Snorri hefur raðað efninu niður á líkan
hátt og gert var í erlendum fræðiritum eins og t. d. De natura rerum eftir
Bedu prest, De natura rerum eftir Isidór frá Sevilla og Imago mundi eftir
Honorius Augustodunensis.
Niðurstaða Clunies Ross er sú að Snorra Sturlusyni hafi lánast eins og
Saxa hinum málspaka að sameina gamla innlenda sagnahefð og latneska
bókmenningu Evrópu. Lokaorð hennar eru þau að hún vonast til að hafa
lyft „the intellectual curtain a little further on one of the most complex and
most brilliant works of medieval Icelandic literature" (bls. 176). Sannast
sagna hefur henni tekist þetta. Bók hennar er full af fróðleik, röksemda-
færsla hennar yfirleitt sannfærandi og byggð á traustum grunni. Bókin er
vel úr garði gerð, prentvillur að vísu nokkrar. Aðalgalli bókarinnar er þó að
beinar tilvitnanir úr Eddu eru á ensku og frumtextinn birtur aftan við verk-
ið í eins konar viðbæti. Þetta er illskýranlegt, því að ritið hlýtur að vera ætl-
að þeim lesendum sem skilja íslensku og hafa lesið Snorra-Eddu á frum-
málinu. I bókaskrá sakna ég bókmenntasögu Laugesens, Middel-
alderlitteraturen, en hann benti fyrstur á ritklifið translatio studii hjá Olafi
hvítaskáldi, en minnst er á þá hugsun í ritinu. Geta hefði mátt í ritaskrá
bókar Lausbergs, Handbuch der literarischen Rhetorik, því að þar er fjallað
um nokkur sömu hugtök hjá klassískum mælskufræðingum og Ross ræðir
um, og má vera að hugmyndin um not Snorra á Quintilíanusi sé einmitt
sótt í það rit.
Sverrir Tómasson