Skírnir - 01.04.1988, Side 202
188 SVAVA JAKOBSDÓTTIR SKÍRNIR
hugmyndafræðilegu þróunar sem sett hefur mark sitt á Evrópu á þessari
öld.
Sögupersónan í Hringsól er áreiðanlega þeirrar gerðar sem ævi-
söguritarar mundu segja um að af henni færu litlar sögur. Ytri atvik eru
eitthvað á þessa leið: hún er fædd í ótilgreindu þorpi þar sem faðir hennar
rekur búðarholu. Móður sína missti hún skömmu eftir að yngri systir
hennar, Brynja, fæddist. Þórunn hefur flust til þeirra með Jónsa, son sinn,
til þess að annast heimilið. Tekið er að halla undan fæti fjárhagslega og þeg-
ar telpunni býðst fóstur hjá kaupmannshjónum í Reykjavík, Sigurrósu og
Jakoþi, er því boði tekið og telpan send að heiman. I Reykjavík hlýtur hún
hefðbundið uppeldi stúlkna af borgarastétt og gengur í Kvennaskólann.
Sagt er frá ástamálum hennar. Fyrsta ástin er Herbert en alvarlega ástfangin
verður hún er hún kynnist Knúti og með honum eignast hún son. I ljós
kemur að Knútur er kvæntur maður og leiðir þeirra skiljast en barnið sitt
missir hún í eldsvoða. A stríðsárunum á hún vingott við Jan, hermann af
norskum ættum. Ekkert verður úr fyrirhugaðri giftingu þeirra og loks gift-
ist hún Daníel, bróður Jakobs, fósturföður síns, sem er viðloðandi heimilið
meira og minna. Þau eignast dótturina Lilju. Fleira fólk kemur við sögu,
einkum þó Dísa sem er vinnukona í kaupmannshúsinu þegar telpan flyst
þangað. Það er ekki víst að ytri atvik í ævi konunnar séu, í svona upptaln-
ingu, svo ýkja frábrugðin æviatriðum margra annarra sem lifað hafa þessa
sömu umbreytingasömu tíma.
Skemmst er af að segja að vistaskiptin reynast telpunni ekki það heilla-
spor sem faðir hennar hafði vænst. Smám saman missir hún tengsl við fólk-
ið sitt og þorpið án þess þó að festa rætur í því nýja umhverfi sem henni er
búið. I kaupmannshúsinu í Reykjavík ríkir ástleysi og agi. Andleg velferð
barnsins er vanrækt, hún verður bæld og kvíðin, nýtist ekki námið sem
skyldi. Fjölskyldumeðlimir þurfa á henni að halda hver á sinn hátt og nota
sér hana í einkennilegu valdaspili í samskiptum sín á milli. Umrót milli-
stríðsáranna, stjórnmálahræringar, atvinnuleysi og loks heimsstyrjöld
hljóma sem misjafnlega sterk stef í mótun hennar og örlögum og gefa sögu-
efninu breidd.
En Hringsól er í formi upprifjunar, endurminninga. Þó er frásögnin ekki
að öllu leyti huglæg. Það er aðeins nútími sögunnar sem lýtur 1. persónu-
forminu. Endurminningarnar eru raktar í 3. persónu og þar stendur sögu-
konan utan og ofan við aðalpersónuna/sjálfa sig eins og hver annar skáld-
sagnahöfundur þó að sjónarhornið sé ætíð hennar sjálfrar. Af þessu má
greina að æviferillinn sem hér er rakinn er ofinn úr flóknum vitundarvef þar
sem ytri atvik reynast einvörðungu burðarásar í ævisögu sem nær, þegar
upp er staðið, langt út fyrir einstaklingsörlög.
Þótt menn telji sig þekkja sviðið úr bókmenntasögunni, verður Hringsól
ekki flokkuð með þeirri tegund félagslegra skáldsagna sem skýra frá þjóð-
flutningum úr sveit í borg enda eru það ekki sárindin vegna vistaskiptanna
sem hrinda hinni örlagaríku upprifjun af stað. Upprifjunin er aðferð sögu-