Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 204
190
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
Sannleikurinn er sá að þú manst ekki nokkurn skapaðan hlut, sagði
Bogga og fór að leggja kapal. — Og svo skáldarðu ef þú manst ekki.
- Og hvað gerir þú? spurði Daníel. (bls. 265)
En hér kemur fleira til.
Meinið er að maður vill gleyma. Ég er víst ekki lengur ég, aðeins var.
Og verð að muna. (bls. 162)
Þessi orð standa nokkurn veginn í miðri sögu en tilheyra upphafinu og
segja kannski það sem segja þarf um aðferð og tilgang. Upprifjun konunnar
er vísvitaður verknaður. Vitund hennar, tengd tímanum, þess sem hún
„var“ og þess sem hún „er“ stekkur milli minningabrota. Sögupersónan er
ýmist „hún“ eða „ég“ í frásögn sinni, stundum Ella, oftast Bogga. Stökkin
milli sviðanna, það sem látið er ósagt, valda spennu textans. Svo sem sjá má
er hér ekki um að ræða óheft flæði hugrenninga og kennda sem fær að
streyma um vitundina stjórnlaust. Konan reynir að hafa vissa stjórn á þess-
ari endursköpun ævi sinnar, og er þar með enn undirstrikað að hún er höf-
undur eigin sögu ekki síður en höfundurinn, Alfrún, sem stýrir að sínu
leyti með því að skipa efninu niður í kafla. Og þó eru það tilfinningar sem
ráða ferðinni, því að þær eru inntak minninganna þótt ytri atvik skolist til.
Sumar minningar eru svo sársaukafullar að hún víkur sér undan þeim í
lengstu lög: „Maður þurrkar ekki burt minningar með klút, búa um sig í
manni líkt og hrúðurkarlar" (bls. 13). Annað rifjast auðveldlega upp en
hvort sem minningarnar eru sárar eða gleðilegar heldur hún áfram af
þrautseigju, hringsól minninganna þéttist og dýpkar eins og hringiða,
verður samfelldara eftir því sem líður nær endalokum.
Þegar upprifjun ævinnar hefst er hún orðin ekkja og býr ein í húsinu.
Eina óveðursnótt leitar Daníel afturgenginn inngöngu í húsið. Frásögnin
minnir á þjóðsögu: þrisvar er barið á útidyr í kolniðamyrkri rafmagnsleysis
og hann stendur á tröppunum moldugur upp fyrir haus, trúlega skín í bert
tannholdið. Hann sest í sitt gamla sæti, andlitslaus skuggi og fyrir sjónum
hennar verður hann svo raunverulegur að hún setur bolla fyrir hann í
gluggakistuna eins og meðan hann lifði. Ásókn Daníels er því hið beina til-
efni þess að hún fer að endurskapa ævi sína úr minningabrotum.
Þetta hringsól minninganna er líka nokkurs konar ferð sem hófst í þorpi
við sjó. En gegnum þá endalausu hringi (sem eru kannski einungis endur-
tekin frásögn hennar af því sem hún sagði við afturgönguna Daníel um
nóttina) skerst nútími sögunnar í formi beinnar markv;ssr5r ferðar. Það er
ferðalag konunnar á vit endalokanna. Hún fer út úr húsi, tekur leigubíl og
klöngrast niður brekku með einn pening, ferjutollinn, og lýkur þar sögu
sinni. Ef til vill má einnig orða þetta svo að um þessa hinstu ferð hverfist
hringsól minninganna enda eiga bæði ferðalögin sér það sama markmið að
„ná fundi konu sem býr í þokunni“.