Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1988, Page 205

Skírnir - 01.04.1988, Page 205
SKIRNIR RITDÓMAR 191 Hið hinsta ferðalag er þó ekki hefðbundið afturhvarf til bernskunnar. I upphafi þessa ferðalags gerir konan sér engar grillur. Eftir óveðursnóttina kemur Lilja í heimsókn og segir við móður sína að gaman væri nú að heim- sækja þorpið. ... og til hvers þá að fara þangað? spyr ég óþolinmóð og tek höndina til mín. Eg var áhugalaus um þorpið. Aður fyrr hafði það verið öðruvísi þegar ótal margt batt mig við það og fyllti mann trega og kom út tárunum. (bls. 8) [. . .] og ég veit að stundin er komin: ætla að ná fundi konu sem býr í þokunni. Eins og fjall bernskunnar. (bls. 9) Sterkasta tákn bókarinnar er fjallið á bernskuslóðunum: Ofan við múlann reis tígulegt fjall. Pegar staðið var hinumegin fjarð- arins var múlinn eins og konuhár sem hrundi niður í öldurnar. Kona á líkbörum og krosslagði hendur upp við háan barm. Þannig var fjallið. (bls. 8) Stundum hverfur þetta fjall undir feiknlegan þokubakka sem steypir sér yfir það og „þokubakkinn gerði við það eitthvað sem enginn fékk að vita“ (bls. 9). Þetta tákn er margrætt og undir samhenginu komið hver flötur þess snýr upp hverju sinni og má hafa það til marks um vald Álfrúnar á efnivið sínum að ætíð felur það þó í sér allar merkingarnar í senn. Fjallið, konan íþokunni er tíminn og dauðinn og ástin og upphafið og form sögunnar. Þegar lestri bókarinnar lýkur áttum við okkur á því að fjallið sem við héldum í upphafi að væri eingöngu tákn móðurmissis er þá þegar orðið tákn hennar eigin endaloka. Allt fer hringinn: þokan sem í upphafi var framtíð telpunnar er líka for- tíðin. Brúin á milli eru minningarnar. Konan í þokunni hún sjálf sem hún endurskapar úr minningum sínum. Einvíður heimur bernskunnar er glataður. Dauðinn ekki einungis förunautur konunnar í bókstaflegri merk- ingu í hinstu ferð hennar, vitundin um hann er hreyfiafl minnis og tíma, markar upphaf ferðarinnar af bernskuslóðunum og endursköpun minnis- ins. Vitundin um dauðann kveikir okkar eigin vitund og minni. Unnt er að bæla þessa vitneskju, bægja henni frá en samt er dauðinn nálægur og verður ekki umflúinn. Það er hin óumdeilanlega staðreynd þó að minnið kunni að vera skeikult um allt annað. Formið ljær þannig sögunni heimspekilega vídd þar sem vegferð konunnar er farin við ýtrustu tilvistarskilyrði mannsins. Og tíminn, sem fram að þessu hinsta ferðalagi hefur bæði hjakkað í sama farinu eins og pendúllinn á klukkunni eða gengið hring eftir hring eins og armarnir á skífunni eða jafnvel staðið kyrr, hefur líka blekkt lesandann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.