Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1988, Síða 214

Skírnir - 01.04.1988, Síða 214
200 PÉTUR GUNNARSSON SKÍRNIR Gunnlaðarsaga Svövu Jakobsdóttur er hugvitsamleg tilraun til að kveikja saman goðsögu og skáldsögu. Goðsagan af Gunnlöðu og skálda- miðinum sem Oðinn vélaði af henni, fær saknæmara inntak þegar kona heldur á pennanum. En Svava lætur ekki staðar numið við skáldamjöðinn heldur víkkar hún skírskotun goðsögunnar út í veldisrán karlmanna í sam- félagi sem áður hafi lotið forsjá kvenna. Og þá erum við kannski komin að goðsögu allra goðsagna: um epliberandi árdaga þegar allt var eins og hver- og-hver-og vill. Sjálfur skáldsögukjarninn er eins og hræktur út úr samtímanum: stúlka lendir í klandri í Kaupmannahöfn, móðir hennar heldur utan til að hjálpa upp á sakirnar. Bókin hefst í flugtaki á Kastrúp þar sem þær mæðgur eru á heimleið til Islands, dóttirin í samfylgd tveggja lögregluþjóna og á fyrir höndum að leggjast inn á geðveikrahæli sökuð um stuld á gullkeri, þjóðar- dýrgrip á þjóðminjasafni Dana. Móðirin rifjar upp í flugvélinni það sem á síðustu daga hefur drifið, drep- ur með því tímann þar til hún hittir maka sinn í Keflavík og hefur til þá frá- sögn sem hann á í vændum að heyra við endurfundi. Hver er þessi sögumaður? Upplýsingar sem hann lætur okkur í té teikna upp „fína frú“. Þetta er viðskiptafræðingur í hjónabandi með verkfræðingi og þau hjónakornin hafa tekið höndum saman um fagurt mannlíf í kapp- neyslusamfélaginu íslenska. Þau eru í e.k. verktakabraski og reiðarslagið dynur einmitt yfir þegar þau eru í þann mund að krækja í feitasta bitann: amerísk-íslensku flugstöðina í Keflavík. Það er því ekki lítið í húfi að normalísera ástandið, t.d. með því að fá stúlkuna dæmda geðveika og sanna að hún hafi ekki meint neitt með þessu, sé a.m.k. ekki pólitískur hryðjuverkamaður. En handtök sögumanns verða ekki eins fumlaus og efni stóðu til - það sem dóttirin Dís hefur fram að færa setur frúna út af sporinu. Og þar með byrjar leiðsla eða þroskaganga móð- urinnar sem gerist jafnframt leiðsögumaður lesenda um goðsögu Gunnlað- ar. En fyrst dregur hún Bally-skó af fótum, skrælir af sér skartgripi og glys, tékkar sig út af lúxushóteli og gerist „þriggja herðatrjáa“ pensjónisti á bjór- knæpu í Höfn. Hún skiptir um spor, stígur niður úr hrukkulausu og ryk- lausu sjálfskaparvíti í hinn óheflaða veruleika og tekur að samneyta lúsa- blesum hins sanna lífs, en þar er fremst meðal jafningja veitingakonan Anna sem finnur jafnan hvar feitt er á stykkinu, á svör við hverju því sem upp á kemur, getur m. a. s. tjónkað við þá sem sögumanni stendur hvað mest ógn af: unglingana. Af kránni sækir sögumaður dóttur sína heim í fangelsið, fer á fund lög- fræðings og geðlæknis og reynir að feta sig í heimi goðsagna og fá botn í at- hafnir og óra dóttur sinnar. Gunnlaðarsaga er kannski fyrst og fremst saga af sálarstríði móðurinnar sem hlýtur að endurskoða allt sitt fyrra líf í ljósi dótturinnar, þolraunasaga hennar og þroska.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.