Skírnir - 01.04.1988, Page 215
SKÍRNIR
RITDÓMAR
201
Sögunni lýkur við lendingu í Keflavík þar sem móðirin er tekin föst, sök-
uð um sama giæp og dóttirin, stuld á títtnefndu gullkeri.
Verknaður dótturinnar getur átt við fullkomlega hversdagsleg rök að
styðjast. Dís er unglingur sem hefur lent í rugli og elt ástmann sinn til
Hafnar þar sem hann stundar einhver myrkraverk tengd eiturlyfjum. Rán-
ið á gullkerinu fellur prýðilega inn í þetta rugl-samhengi og ekki síður þeg-
ar Dís uppástendur að hún hafi ekki brotið safnglerið heldur splundrað því
með einu saman augnaráðinu og ekki stolið kerinu heldur „endurheimt"
það. Akkúrat þessu mætti búast við úr sýruhaus og goðsöguefnið sem
stúlkan tekur að reiða fram er fyrst í stað ekki ótrúlegra en margar af þeim
firrum sem eiturfólk festist í.
Stuldur/endurheimting móðurinnar á sama keri gerist aftur á móti í öðru
og táknrænna veldi. I millitíðinni hefur lesandi orðið þess áskynja að kerið
sem Dís var staðin að verki við að „stela“ var ekki eins og hver önnur skál,
jafnvel úr gulli, heldur mikilvægur leikmunur í goðsögunni um Gunnlöðu
sem Oðinn brá trúnaði við. Pað er um sjálft veldistákn gyðjunnar að tefla
og með því að hafa á brott með sér kerið, svipti Óðinn gyðjuna völdum og
náði sjálfur yfirhöndinni.
Ódæði Óðins er hér látið standa fyrir þá byltingu er járnkarlar hrundu
úr sessi akuryrkjusamfélögum og um leið þeim viðhorfum er tengjast lífi,
gróðri, uppskeru - í stuttu máli hringrás náttúrunnar. Menn hinna nýju
samfélagshátta ganga í skrokk á jörðinni, rista upp á henni kviðinn og sækja
í iður hennar málma, traðka og yfirstöpla hin lífgefandi, „kvenlegu“ gildi.
Dís skynjar þessa sögu þar sem hún er stödd á safni og virðir fyrir sér
kerið. „Allt verður henni ljóst að bragði“, húnheyrir neyðarkall gyðjunnar
og gerist smiðvél þeirra sem vilja stinga við fótum og snúa þróuninni við.
Móðirin kemst að sömu niðurstöðu, að vísu ekki í glymjandi hugljómun,
heldur sársaukafullu endurmati á eigin lífi. I bókarlok er ljóst að móðir og
dóttir hafa náð saman. Móðirin er með í handfarangri veldistáknið sem Dís
ætlaði að endurheimta: kerið góða. A þessu stutta ferðalagi hefur hún tekið
stakkaskiptum svo gagngerum að eiginmaðurinn ber ekki kennsl á hana í
Keflavík- þessa orskotsstund áður en hún var tekin í vörslu lögreglunnar.
Svava hefur fundið sögu sinni stað í samhengi sem nútíma lesandi hefur vel
á tilfinningunni, a. m. k. nóg til að botna marga af þeim fyrripörtum sem
sagan kastar fram.
Þannig hváir varla nokkur við því að samfélagshættir kenndir við iðn-
byltingu eru komnir í þrot á Vesturlöndum og ógna jafnvel öllu lífríki jarð-
arkringlunnar. Að hefðbundin pólitísk úrræði og málflutningur verða æ
meir utangarna - og ekki spillir að á Islandi hafa þau tíðindi gerst að konur
eru orðnar stjórnmálaafl og hafa með nýjum áherslum gert viðtekna stjórn-
málamælikvarða hlægilega.
En Svava lætur ekki sitja við goðsöguslungna nútímasögu heldur vill hún