Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 6
5
ÍMYNDIR, SJÁLFSMYNDIR, ÞVERMENNINGARLEG YFIRFæRSLA
„Tilgangrinn er, að fá þarna land, sem rúmar margfalt alla Íslendinga,
hvar þeir geta haldið tungu og þjóðerni og myndað udelukkende íslenzka
Stat í Bandaríkjunum […]. Ísland á að leggjast í eyði, en byggjast upp nýtt
og frjálst og endrborið í Alaska. […] Er það ekki sundlandi fagrt plan! Að
flytja Ísland“.6 Að lokinni könnunarferð Jóns til Kadiak-eyja ásamt Ólafi
Ólafssyni frá Espihóli og systursyni sínum Páli Björnssyni, samdi hann
skýrslu sem var prentuð á íslensku í Washington, DC, í ársbyrjun 1875.
Á Kadiak-eyjum telur Jón að Íslendingar geti hafið nýja sókn í að efla
forna tungu og menningu víkinga; samkvæmt goðsögn sem er leiðandi í
skýrslunni höfðu Íslendingar varðveitt norrænu í gegnum aldirnar fyrir
tilstuðlan einangrunar frá umheiminum, ólíkt Norðmönnum sem hefðu
bugast undan kúgun og ofríki Dana. Íslendingar gætu öðlast uppreisn æru,
loks orðið sjálfstæðir og sjálfbjarga, og jafnvel ráðandi mál og menning:
Ef Íslendingar næmu nú land í Alaska – segjum 10 þúsundir á 15
árum, og fjöldi þeirra tvöfaldaðist þar t.d. á hverjum 25 árum, sem
vel mætti verða og ugglaust yrði í svo hagfeldu landi, þá væru þeir
eftir 3 til 4 aldir orðnir 100 miljónir, og mundu þá þekja alt meg-
inlandið frá Hudson-flóa til Kyrra-Hafs. Þeir gætu geymt tungu
sína, aukið hana og auðgað af hennar eigin óþrjótandi rótum, og,
hver veit, ef til vill sem erfingjar ins mikla lands fyrir sunnan sig,
smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu, og endrfætt ina
afskræmdu ensku tungu. […] Íslenzka og enska eru af sömu rótum
runnar; og þó enskan sé mannsterkari nú, þá höfum vér hvergi lesið
það drottins lögmál, að hún skuli svo verða að eilífu. […] En […]
hugmyndin um þennan mögulegleika á sigri íslenzkunnar er ekki
mín, heldr heyrir til amerískum vísindamanni, er stundað hefir bæði
engil-saxnesku og norrænu, þótt eigi sé málfræði aðal-iðn hans.7
Stórviði segir Jón að sé yfrið nóg til að gera Íslendinga að heimsveldi í
siglingum og ábatasamri verslun vegna nálægðar Kadiak-eyja við Japan og
Kína.8
6 Bréfið var til sr. Jóns Bjarnasonar, sem var í fyrstu mikill talsmaður nýlendu. Sjá Gils
Guðmundsson, Ævintýramaður: Jón Ólafsson, ritstjóri, Reykjavík: Vaka-Helgafell,
1987, bls. 43.
7 Jón Ólafsson, Alaska: Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslenzku
sendinefndar. Um stofnun íslenzkrar nýlendu, Washington, DC: útg. ekki getið, 1875,
bls. 42–43.
8 Sama heimild, bls. 48.