Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 6

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 6
5 ÍMYNDIR, SJÁLFSMYNDIR, ÞVERMENNINGARLEG YFIRFæRSLA „Tilgangrinn er, að fá þarna land, sem rúmar margfalt alla Íslendinga, hvar þeir geta haldið tungu og þjóðerni og myndað udelukkende íslenzka Stat í Bandaríkjunum […]. Ísland á að leggjast í eyði, en byggjast upp nýtt og frjálst og endrborið í Alaska. […] Er það ekki sundlandi fagrt plan! Að flytja Ísland“.6 Að lokinni könnunarferð Jóns til Kadiak-eyja ásamt Ólafi Ólafssyni frá Espihóli og systursyni sínum Páli Björnssyni, samdi hann skýrslu sem var prentuð á íslensku í Washington, DC, í ársbyrjun 1875. Á Kadiak-eyjum telur Jón að Íslendingar geti hafið nýja sókn í að efla forna tungu og menningu víkinga; samkvæmt goðsögn sem er leiðandi í skýrslunni höfðu Íslendingar varðveitt norrænu í gegnum aldirnar fyrir tilstuðlan einangrunar frá umheiminum, ólíkt Norðmönnum sem hefðu bugast undan kúgun og ofríki Dana. Íslendingar gætu öðlast uppreisn æru, loks orðið sjálfstæðir og sjálfbjarga, og jafnvel ráðandi mál og menning: Ef Íslendingar næmu nú land í Alaska – segjum 10 þúsundir á 15 árum, og fjöldi þeirra tvöfaldaðist þar t.d. á hverjum 25 árum, sem vel mætti verða og ugglaust yrði í svo hagfeldu landi, þá væru þeir eftir 3 til 4 aldir orðnir 100 miljónir, og mundu þá þekja alt meg- inlandið frá Hudson-flóa til Kyrra-Hafs. Þeir gætu geymt tungu sína, aukið hana og auðgað af hennar eigin óþrjótandi rótum, og, hver veit, ef til vill sem erfingjar ins mikla lands fyrir sunnan sig, smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu, og endrfætt ina afskræmdu ensku tungu. […] Íslenzka og enska eru af sömu rótum runnar; og þó enskan sé mannsterkari nú, þá höfum vér hvergi lesið það drottins lögmál, að hún skuli svo verða að eilífu. […] En […] hugmyndin um þennan mögulegleika á sigri íslenzkunnar er ekki mín, heldr heyrir til amerískum vísindamanni, er stundað hefir bæði engil-saxnesku og norrænu, þótt eigi sé málfræði aðal-iðn hans.7 Stórviði segir Jón að sé yfrið nóg til að gera Íslendinga að heimsveldi í siglingum og ábatasamri verslun vegna nálægðar Kadiak-eyja við Japan og Kína.8 6 Bréfið var til sr. Jóns Bjarnasonar, sem var í fyrstu mikill talsmaður nýlendu. Sjá Gils Guðmundsson, Ævintýramaður: Jón Ólafsson, ritstjóri, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1987, bls. 43. 7 Jón Ólafsson, Alaska: Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslenzku sendinefndar. Um stofnun íslenzkrar nýlendu, Washington, DC: útg. ekki getið, 1875, bls. 42–43. 8 Sama heimild, bls. 48.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.