Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 32

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 32
31 síst, snauðir fengju loks tækifæri til að rétta úr kútnum og verða menn með mönnum. Það gat varla hjá því farið að hugmyndir í þessum dúr kveiktu í langþreyttum hreppstjórum heima á Íslandi en stærsti útgjaldaliður sveit- anna var oftar en ekki fátækraframfærslan. Fyrir vikið lágu þeir í Jakobi og skapraunuðu honum með „frekyrðum sínum“, „orðum“ og „aðgjörðum“, eins og hann orðaði það sjálfur.32 Annað sem angraði Jakob var að ræðismaður Brasilíu í Kaupmannahöfn kunni enga dönsku, enda kannski talið sjálfsagt að allir siðaðir menn ræddu sín á milli á alþjóðamálinu frönsku. Hann gat til dæmis ekki gert sig skiljanlegan við frater Magnús Eiríksson án hjálpar túlks, sem hefur kannski eitt með öðru rekið til þess að Magnús gafst á endanum upp á öllu Brasilíuvafstrinu.33 Jakob réð heldur ekki við frönskuna en það gerði hins vegar Einar en bóndinn í Nesi var vaknaður upp af Brasilíudraumnum og var ófús að gefa sig honum aftur á vald. Jakob var óðum að verða sama sinnis. Báðir kenndu þeir ræðismanninum um hvernig komið var. „Það er víst valt að reiða sig á orð þessa Consuls“, var skoðun Einars í Nesi.34 Jakob tók enn dýpra í árinni þegar hann skrifaði um brasilíska ræðismann- inn „sem með svikum sínum og ómennsku er búinn að koma hér til leiðar þeim vandræðum sem jeg vil ekki og get ekki útmálað“.35 Báðir óttuðust þeir um hag Íslendinganna sem fóru utan á eigin vegum þetta sumar og haust 1873 í trausti þess að ræðismaðurinn greiddi leið þeirra áfram til Brasilíu. Jakob var fullur efasemda og óttaðist „svik á svik ofan“ af hendi ræðismannsins. Þegar hann síðan reyndist maður orða sinna – sem vitnaðist lesendum Norðanfara strax í febrúar 1874 – breytti það litlu um afstöðu tvímenninganna. og þó. Jakob klóraði í bakkann en forðaðist að kalla menn saman til funda. „Þeir voru orðnir mér svo leiðir í fyrra“, sagði Jakob, „og hefðu verið færri ef jeg hefði mátt ráða. Þeir voru mest til að eyða fé og gjöra fólki átroðning.“ Nei, nú átti hver og einn að gera upp hug sinn heima hjá sér – „í hópi sinna áhángenda“.36 Ekki verður betur séð en að Jakob hafi einsett sér að koma nýjustu skilaboðum ræðismannsins 32 Lbs. 2742, 4to, Jakob Hálfdanarson til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum 17. janúar 1874. 33 Jón Aðalsteinn Sveinsson, frönskukennari í Kaupmannahöfn, sá um túlkunina og virðist um tíma hafa ætlað sér hlutverk Magnúsar (sjá auglýsingu í Norðanfara, aukablað við nr. 35–36 í júní 1873, bls. 102). 34 Lbs. 305, fol. IV. b., Einar Ásmundsson til Magnúsar Eiríkssonar 31. ágúst 1873. 35 Lbs. 303, fol. II. b., Jakob Hálfdanarson til Magnúsar Eiríkssonar 27. ágúst 1873. 36 Lbs. 2742, 4to, Jakob Hálfdanarson til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum 17. janúar 1874. ÞVÍ MISTÓKUST BÚFERLAFLUTNINGAR ÍSLENDINGA TIL BRASILÍU?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.