Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 32
31
síst, snauðir fengju loks tækifæri til að rétta úr kútnum og verða menn með
mönnum. Það gat varla hjá því farið að hugmyndir í þessum dúr kveiktu í
langþreyttum hreppstjórum heima á Íslandi en stærsti útgjaldaliður sveit-
anna var oftar en ekki fátækraframfærslan. Fyrir vikið lágu þeir í Jakobi og
skapraunuðu honum með „frekyrðum sínum“, „orðum“ og „aðgjörðum“,
eins og hann orðaði það sjálfur.32
Annað sem angraði Jakob var að ræðismaður Brasilíu í Kaupmannahöfn
kunni enga dönsku, enda kannski talið sjálfsagt að allir siðaðir menn
ræddu sín á milli á alþjóðamálinu frönsku. Hann gat til dæmis ekki gert
sig skiljanlegan við frater Magnús Eiríksson án hjálpar túlks, sem hefur
kannski eitt með öðru rekið til þess að Magnús gafst á endanum upp á öllu
Brasilíuvafstrinu.33 Jakob réð heldur ekki við frönskuna en það gerði hins
vegar Einar en bóndinn í Nesi var vaknaður upp af Brasilíudraumnum og
var ófús að gefa sig honum aftur á vald. Jakob var óðum að verða sama
sinnis. Báðir kenndu þeir ræðismanninum um hvernig komið var. „Það
er víst valt að reiða sig á orð þessa Consuls“, var skoðun Einars í Nesi.34
Jakob tók enn dýpra í árinni þegar hann skrifaði um brasilíska ræðismann-
inn „sem með svikum sínum og ómennsku er búinn að koma hér til leiðar
þeim vandræðum sem jeg vil ekki og get ekki útmálað“.35
Báðir óttuðust þeir um hag Íslendinganna sem fóru utan á eigin vegum
þetta sumar og haust 1873 í trausti þess að ræðismaðurinn greiddi leið
þeirra áfram til Brasilíu. Jakob var fullur efasemda og óttaðist „svik á svik
ofan“ af hendi ræðismannsins. Þegar hann síðan reyndist maður orða sinna
– sem vitnaðist lesendum Norðanfara strax í febrúar 1874 – breytti það litlu
um afstöðu tvímenninganna. og þó. Jakob klóraði í bakkann en forðaðist
að kalla menn saman til funda. „Þeir voru orðnir mér svo leiðir í fyrra“,
sagði Jakob, „og hefðu verið færri ef jeg hefði mátt ráða. Þeir voru mest til
að eyða fé og gjöra fólki átroðning.“ Nei, nú átti hver og einn að gera upp
hug sinn heima hjá sér – „í hópi sinna áhángenda“.36 Ekki verður betur séð
en að Jakob hafi einsett sér að koma nýjustu skilaboðum ræðismannsins
32 Lbs. 2742, 4to, Jakob Hálfdanarson til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum 17. janúar
1874.
33 Jón Aðalsteinn Sveinsson, frönskukennari í Kaupmannahöfn, sá um túlkunina og
virðist um tíma hafa ætlað sér hlutverk Magnúsar (sjá auglýsingu í Norðanfara,
aukablað við nr. 35–36 í júní 1873, bls. 102).
34 Lbs. 305, fol. IV. b., Einar Ásmundsson til Magnúsar Eiríkssonar 31. ágúst 1873.
35 Lbs. 303, fol. II. b., Jakob Hálfdanarson til Magnúsar Eiríkssonar 27. ágúst 1873.
36 Lbs. 2742, 4to, Jakob Hálfdanarson til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum 17. janúar
1874.
ÞVÍ MISTÓKUST BÚFERLAFLUTNINGAR ÍSLENDINGA TIL BRASILÍU?