Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 42

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 42
41 Íslendingar að í Brasilíu á tímabilinu 1863–1873. Hvað varð um stóra hóp- inn sem beið eftir skipi til að sigla til Brasilíu skal ósagt látið hér en líklegt er að hluti hans hafi endað í Kanada eða Bandaríkjunum enda má segja að Brasilíuferðirnar hafi verið undanfari Vesturferða Íslendinga sem hófust í kringum þann tíma er íslenski hópurinn fór til Brasilíu. Ekki er ólíklegt að margir hafi kosið að fara frekar til Kanada þar sem það var bæði ódýrari og styttra en að fara til Brasilíu. Íslensk arfleifð í brasilísku samfélagi Á því tímabili sem Íslendingarnir settust að í Brasilíu höfðu búferlaflutn- ingar frá Evrópu til Brasilíu ekki náð hámarki sínu. Í raun og veru hafði innflutningur fólks frá Evrópu til Brasilíu farið hægt af stað í upphafi 19. aldar af ýmsum ástæðum og fjöldaflutningar þangað hófust ekki fyrr en um 1880.34 Um það leyti sem Brasilía hlaut sjálfstæði frá Portúgölum árið 1822 voru aðeins um 30% af 4 milljónum íbúa landsins af evrópskum uppruna.35 Pedro I, keisari Brasilíu á þeim tíma, lagði áherslu á að fjölga íbúum lands- ins af evrópskum uppruna en hann taldi að með því móti gæti landið staðið jafnfætis öðrum vestrænum ríkjum og að aukin Evrópuvæðing landsins yrði til heilla.36 Jeffrey Lesser segir að með sjálfstæði Brasilíu hafi þjóðernisleg sjálfsmynd fengið nýja þýðingu þar sem ætlast var til að allir innflytjendur legðu sitt af mörkum til að skapa sterkt samfélag en þó hafi verið stutt í hugmyndafræði stigveldis og kynþáttahyggju þar sem hvítir Evrópubúar trónuðu á toppnum.37 Til Brasilíu voru fluttir fleiri afrískir þrælar en til nokkurs annars lands en þar var þrælahald ekki afnumið fyrr en árið 1888.38 Fræðimenn hafa fjallað um hvernig Evrópuvæðing og „hvíttun“ Brasilíu á þessum tíma hafi mótað og styrkt hugmyndir Brasilíubúa um kynþætti.39 Þessi áhersla samræmist hugmyndum fræðikonunnar Söndru Ponzanesi 34 Eduardo J. Mígez, „Introduction. Foreign Mass Migration to Latin America in the Nineteenth and Twentieth Centuries – An overview“, Mass Migration to Modern Latin America, ritstj. Samuel L. Baily og Eduardo J. Mígez, Wilmington: Scholarly Resource, 2003, bls. xiii–xxv, hér bls. xiii. 35 Jeffrey Lesser, Immigration, Ethnicity, and Nationality in Brazil, bls. 22 og 25. 36 Sama rit, bls. 27. 37 Sama rit, bls. 11. 38 Leslie B. Rout, „Race and Slavery in Brazil“, The Wilson Quarterly 1:1 (1976), bls. 73–89, hér bls. 76 og 88. 39 Sjá t.d. Jeffrey Lesser, Immigration, Ethnicity, and Nationality in Brazil; Thomas Skidmore, Brazil. Five Centuries of Change, 2. útg., New York: oxford University Press, 2010. „VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.