Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 87

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 87
86 Bjálkakofinn minnir á byggðir fólks af Cree- og ojibwa-þjóðflokkum sem var hrakið af því svæði sem var afmarkað frá kanadísku sléttunum fyrir nýlendubyggð Íslendinga. Þetta svæði var um 1000 km2, á stærð við stór-Reykjavíkursvæðið, við vesturströnd Winnipegvatns sem þekur rúma 24.500 km2, sem er stærra svæði en allt gróðurlendi á Íslandi. Á þeim tíma sem Íslendingar fluttust vestur um haf var þorp á Sandy Bar, norðarlega í nýlendunni, suðaustan við Víðivelli. Árið 1875 bjuggu þar 24 fjölskyldur í bjálkakofum og tjöldum. Þorpsbúar höfðu hafist handa við byggingu skólahúss og höfðu farið fram á að stjórnin sendi þeim kenn- ara6 svo ljóst er að ekki var um tímabundna búsetu að ræða. Þorpið var reglulega heimsótt af trúboðum og prestum og í september 1876 ann- aðist James Settee guðþjónustu á ensku, ojibwa-máli og cree-máli sem var túlkuð á íslensku. Þessi guðsþjónusta gefur ljósa mynd af fjölbreytileika íbúanna á svæðinu þessa fyrstu vetur.7 Cree-fólkið hafði áður sótt um að svæðið við Íslendingafljót, sem þá hét White Mud River og hafði löngum verið mikilvæg samgönguæð og gjöfult veiðisvæði, yrði gert að friðlandi þeirra. Beiðninni var vel tekið af yfirvöldum þar til Íslendingar sóttu um eignarrétt á sama svæði. Landnámsréttur þeirra fram yfir frumbyggjaþjóð- irnar var aldrei dreginn í efa. Óljóst er hvað orðið hefði um sambúð þess- ara ólíku þjóðflokka ef ekki hefði komið til kúabólufaraldur sem geisaði um nýlenduna veturinn 1876–1877. Fjölmargir Íslendingar féllu í valinn og enn fleiri frumbyggjar. Eftirmálar faraldursins voru náðarhögg þorps- ins á Sandy Bar þar sem hús Cree- og ojibwa-fólks voru brennd vegna sýkingarhættu. Heimili Íslendinga voru hinsvegar sótthreinsuð8 og þannig var viðvera þeirra á svæðinu tryggð um leið og mótspyrnu annarra þjóð- flokka var nær útrýmt. Enginn grundvallarmunur hefur verið á bjálka- húsum Íslendinga og frumbyggja. Þó má gera ráð fyrirað hús nýlentra Íslendinga sem höfðu ekki áður byggt slík hús væru lakari að gæðum. John Ramsay sem bjó í húsinu er víst að þar hefur búið Cree- eða ojibwa-fjölskylda en fólk af þessum þjóðflokkum bjó á svæðinu sem Kanadastjórn gaf Íslendingum til búsetu. Fjölskyldan hefur varla séð annan kost í stöðunni en að flytja enda höfðu þau ekki rétt á landi í hinni nýstofnuðu íslensku nýlendu. Húsið er merkt á upp- drátt landmælingamanna af jörðinni sem er dagsettur 27. janúar 1877. Provincial Archives of Manitoba. Surveyors Notebooks. GR1601/675. 6 Ryan Eyford, „Quarantined Within a New Colonial order: The 1876–1877 Lake Winnipeg Smallpox Epidemic“, Journal of the Canadian Historical Association 17:1 (2006), bls. 55–78, 64. 7 Sama heimild, bls. 56. 8 Sama heimild, bls. 76. ÁGústA EdwALd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.