Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 197
196
Skápurinn endurskapaður án afláts
Hin fagra og útópíska sýn sem Ármann leggur grein sinni til grundvall-
ar, þar sem skápurinn, jaðarsetningin, þöggunin og flokkunin heyrir sög-
unni til, er vissulega ítrasta markmið baráttunar. Hana mætti oftar taka
til umræðu innan hinsegin samfélagsins, ásamt núverandi stefnu og þeirri
spurningu hvaða leiðir skuli fara að settu marki. Í huga okkar, höfunda
þessarar greinar, er sú samfélagsmynd sem Ármann dregur upp þó fyrst og
fremst draumsýn en ekki sá raunveruleiki sem við blasir. Þegar við erum í
okkar einkarými hugleiðum við reyndar ekki sérstaklega að við séum hin-
segin. Né lítum við á hugtakið hinsegin sem stöðugt eða tökum undir þá
eðlishyggju sem gjarnan fylgir umræðu um hinsegin fólk. Þrátt fyrir þetta
erum við, um leið og við stígum út í samfélagið, beðnar um að skilgreina
og gera grein fyrir okkur og það á mjög einsleitan og takmarkandi hátt.15 Ef
við erum ekki gagnkynhneigðar hljótum við að vera samkynhneigðar og
hafa borið þess greinileg „merki“ frá barnæsku. Við megum ekki víkja frá
tvíhyggjunni með því að sýna öðrum en konum kynferðislegan eða róm-
antískan áhuga það sem eftir lifir án þess að vera álitnar ráðvilltar eða sigla
undir fölsku flaggi.
Það væri sannarlega freistandi að afneita öllum flokkum og yfirgefa
sjálfsmyndarpólitíkina en um leið og það gerðist yrði okkur útskúfað og
við gerðar ósýnilegar af kerfi sem myndi ekki skilja okkur. Þótt við reynum
sífellt að snúa á og grafa undan ríkjandi orðræðu, sem byggist á gagnkyn-
hneigðu forræði, verðum við að staðsetja okkur innan hennar ef samfélagið
á að bera kennsl á andstöðu okkar við normið. Ef við reynum að sniðganga
orðræðuna er tilvist okkar þögguð niður og við innlimaðar þegjandi og
hljóðalaust í gagnkynhneigt samfélag. Því má segja að um leið og við yfir-
gefum einkarými okkar stígum við inn í skápinn og þurfum síðan stöðugt
að koma út úr honum vegna þess að alltaf og alls staðar er gert ráð fyrir
gagnkynhneigð og sís-kynjun.16 Rétt eins og Ármann segir í grein sinni
15 Í þessu samhengi má benda á orð Alison Eves: „The naturalized status of heterosex-
uality means that lesbians will be presumed to be heterosexual unless they actively
make themselves visible“ („Queer Theory, Butch/Femme Identities and Lesbians
Space“, bls. 493).
16 Tony E. Adams, prófessor við Northeastern Illinois University, lýsir þessu vel í
„Paradoxes of Sexuality, Gay Identity, and the Closet“, Symbolic Interaction 2 (2010),
bls. 234–256. Hann segir: „I feel that many of my mundane interactions happen in
heteronormative contexts, thus marking me, for others, as heterosexual. Conse-
quently, in these interactions my gay identity is invisible; there is, therefore, a need
to come out of the closet, to say or do something in order to indicate my same-sex
íRis ELLEnBERGER oG svAndís AnnA siGuRðARdóttiR