Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 37
[...] Hver biður oftar miskunnar en sálmaskáldið Davíð?“18 Bænin „Komi
mjúk til mín / miskunnin þín“ getur samkvæmt því verið skírskotun til
einhvers hinna kirkjulegu iðrunarsálma, t.d. Sálms 51 og þar með eru
það bænarorð úr Saltaranum sem Kolbeinn Tumason gengur út frá á
dauðastundinni þegar hann leggur fram sitt sundurmarða og sundurkramda
hjarta sem sína þekku fórn (sbr. Slm 51.3, 19).19
Annað íslenskt Davíðssálmaskáld var enginn Lúthers vinur. Það var
Jón Arason biskup sem Guðbrandur eignar ljóð sem ort er út frá 51.
Davíðssálmi. Það heitir „Davíðsdiktur“ og er aðeins varðveitt í Vísnabók
Guðbrands.2Q Þetta er langt kvæði, 30 erindi. í fyrstu sex erindunum er
inngangur, bæn í Jesú nafni. Efni 51. Sálms er rakið í 7.-26. erindi en
niðurlag er í 27.-30. erindi. Sjötta erindið er á þessa leið:
Kóngurinn Davíð kenndi
með kœrleiks dýrum anda
mönnum mjúka bæn.
Sig frá syndum vendi
settir aföllum vanda,
viskuverkin væn.
Síðan megum vér sálminn pennan kunna,
sem spámannsins orðin akta og unna,
vísar hann oss um væna skilnings runna
vegsamlega á klára mælsku brunna.
Þarna er sálmurinn nefndur „mjúk bæn“ sem minnir á „mjúka miskunn“
Kolbeins Tumasonar. Upphaf versins minnir síðan á upphaf eins sálmsins
út frá 51. Sálmi í Sálmabók Guðbrands, „Konung Davíð sem kenndi“ (sjá
síðar). Það er hæpið að Jón Arason hafi lesið bréf Lúthers um sálmaþýðingar
18 Stefán Karlsson, 1996, „Saltari Kolbeins Tumasonar", í Þorlákstíðir sungnar Ásdísi Egilsdóttur
fimmtugri 26. október 1996. Reykjavík (Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen),
s. 58.
19 Eins má ítreka að Kolbeinn Tumason var hvorki hinn fýrsti né síðasti að ávarpa Krist sem
skapara. Það gerði t.d. Ambrósíus á undan honum og Lúther og Hallgrímur eftir hann. Sjá Einar
Sigurbjörnsson, 2006, „Heyr, himnasmiður. Nordens áldsta psalm“, Hymnologi. Nordisk tidsskrift,
árg. 35 no 2, september 2006, s. 68-70.
20 Vísnabók Guðbrands 2000, s. 304—308: „Þetta er kvæðið sem kallast Daviðsdiktur út af sálminum
Miserere." Skáldið nefnir kvæðið í 27. erindi. Sjá og Jón Arason biskup - Ljóðmœli, 2006. Ritstj.
Ásgeir Jónsson og Kári Bjarnason, Reykjavík, s. 127-138.
35