Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 147
eigum við trúlega enn meira sameiginlegt með þeim.2 Heimspekingurinn
Martha C. Nussbaum (1947) hefur skrifað mikið um gildi mannlegra
tilfmninga og heldur því fram að tilfinningar fremur en skynsemi hafi haft
áhrif á vestræna löggjöf .3 í bók sinni Hidingfrom Humanity. Disgust, Shame
and the Law hvetur hún vestræn samfélög til þess að auka þekkingu sína á
skömminni og aðgreina jafnframt hina nauðsynlegu og jákvæðu skömm frá
neikvæðum birtingarmyndum hennar.4 Líkt og Williams hvetur Nussbaum
til aukinnar sögulegrar þekkingar á skrifum um manneðlið og skömmina,
en jafnframt þess að hin fræðilegu skrif um manneskjuna og eðli hennar
verði tengd við fjölskrúðugt samtímaefni til að auðga þá þekkingu sem
mest. I því skyni nefnir hún sérstaklega skáldsögur, ævisögur, sjálfsævisögur
og annað samtímaefni þar sem raunveruleg reynsla fólks er tjáð.5 Þessa sýn
Williams og Nussbaum tel ég áhugaverða og má segja að hún sé ákveðinn
hvati að efnisvali mínu á þeirri vegferð sem framundan er í þessari athugun
á skömm og sektarkennd.
Skömm í hugsun fornaldar-, miðalda- og nýaldarhugsuða6
1 greininni „On Shame“ (1965) veltir Nathan Rotenstreich fyrir sér muninum
á sjúkdómi og skömm. Hægt er að vera með sjúkdóm, staðhæfir hann, án
þess að vera sér meðvitaður um það, eins og mörg dæmi sanna. Þetta
telur hann hins vegar að eigi ekki við um skömmina. Skömmin sé hvorki
sjúklegt né hlutlaust ástand heldur feli ávallt í sér sársaukafulla tilfinningu,
þótt misjafnlega greinileg sé. Skömmin sé jafnframt meðvitund um að
uppspretta hinnar sársaukafullu tilfinningar sé á einhvern hátt tengd manni
sjálfum og óviðeigandi breytni af einhverju tagi. Þannig tengist skömmin
alltaf hugmyndum manneskjunnar um rétt og rangt, segir Rotenstreich,
eða því sem henni finnst viðeigandi og óviðeigandi, eðlilegt og óeðlilegt.7
Þessi siðferðilegi vinkill skammarinnar endurspeglist allt aftur í forngríska
2 Sama heimild, bls. 4.
3 Martha C. Nussbaum, Upheavals ofThought: The Intelligence ofEmotions, Cambridge: Cambridge
University Press, 2001.
4 Martha C. Nussbaum, Hiding from Humanity: Disgust Shame, and the Z.aw, Princeton: Princeton
University Press, 2004.
5 Martha C. Nussbaum, Creating Capabilities. The Human Development Approach, Cambridge,
Massachusetts: The Belknap Press of Harvard University Press, 2011, bls. 180-184.
6 í vali mínu á Aristótelesi, Tómasi og Spinoza og umfjöllun minni um þá, styðst ég við grein og
túlkun Nathans Rotenstreich, „On Shame“, The Revieiv of Metaphysics, Vol. 19, No. 1 (September
1965), bls. 55-86.
7 Nathan Rotenstreich, „On Shame“, bls. 55-56.
145
L