Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 70
leita jarðtengingar við upprunatengda trúarreynslu. Nú mœtti reyndar líta svo
á að tilrauninni sé lokið og niðurstaðan liggi fyrir: fjörutíu ár... íþað minnsta
í allra nœstu framtíð munum við komast að því hvort kristindómurinn á
Vesturlöndum [í Þýskalandi] muni skreppa saman í lítinn minnihlutahóp sem
hafnarþvíað vera „Religion“ eða hvort hann n&r aðfesta rœtur á ný íjarðvegi,
sem honum þykir kannski ekki vænst um en sem hann getur ekki lifað án.<<21
Óorðuð gagnrýni liggur í loftinu: „Kirkjan má haga sér eins og hún vill við
sínar athafnir á helgidögum kirkjuársins en ekki við embættisverk, þar er
manninum að mæta, þar verða athafnir að vera á mælikvarða mannsins.“
I embættisverkinu utan kirkjunnar stendur presturinn einn, á bryggjunni,
við væntanlegan húsgrunn, á eyjunni úti í vatninu: Þar mætir kristnin holdi
klædd í persónu prestsins.22 Embætti hans hefur því eindregna grund-
vallarþýðingu, það er lykilatriði í miðlun og túlkun trúarinnar til manns og
samfélags nú sem endranær.
VIII. Á hálum ís
Þegar horft er til siðbótartímans dylst engum að embættin fengu afar
ítarlega umfjöllun, þar fór frummótunin fram sem hefur haldist lítið breytt
í meginatriðum alla tíð síðan. Siðbótarmenn óttuðust ekki aðeins bakslag til
rómversk-kaþóiskra siða heldur einnig upplausn sem hefði getað orðið fylgi-
fiskur hinnar áhættusömu kenningar um almennan prestdóm. Astœðan var
því afar brýn til að búa vel um prestsembættið. Það efni þarfað setja íforgang
íþjóðkirkjunni með hliðsjón af líðandi stund. Alla tíð hefur þetta embætti
verið í tiltölulega föstum skorðum. En er svo enn? Er svo hér á landi?
Um embættið þarf að spyrja stórra spurninga eins og þessara: Er prest-
urinn nægjanlega vel undir það búinn að takast á hendur þetta embætti í
þjóðkirkjunni? Er búið að námi hans, starfsundirbúningi og símenntun með
fullnægjandi hætti? Er tilsjón með starfi prestsins viðunandi? Er símenntun
hans á vettvangi embættisverkanna nægjanleg? Hvernig fást svör við slíkum
spurningum? Það hlýtur að vera spurning um sérhæfða utanaðkomandi
aðkomu traustra stofnana en jafnframt um innri gagnrýni þjóðkirkjunnar.
Hér þarf að skoða menntun presta með hliðsjón af praktískri guðfræði,
einnig þarf að skoða praktískan undirbúning og starfsþjálfun undir hand-
leiðslu þeirra sem sérþekkingu hafa í þeim efnum, loks þarf að endur-
21 Hér skv. Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, s. 51.
22 Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, s. 49.
68