Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 178

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 178
spurningalista hafi ekki þekkingu á. Því sé viðtalið, sem gefi viðmælandanum færi á að koma lífssögu sinni til skila, án of mikillar stýringar fyrirspyrjanda, mun betri leið til skilnings á því hvort og þá hvernig fólk túlkar líf sitt í trúarlegu ljósi (bls. 9 og 15). Þessari aðferð fylgi þó þeir annmarkar að ekki verði alhæft um niðurstöður hennar heldur aðeins varpað Ijósi á lífssýn þeirra tilteknu fjörutíumenninga sem rannsóknin nær til (bls. 23). í Ijós kemur skýrt kynslóðabil þegar iesið er úr þeim skýringum sem fólk gefur á lífshlaupi sínu. Eldra fólkið (yfir sextugt) gefur til kynna trú á „órannsakanlega vegi“ Guðs þar sem ekki er spurt að ástæðum þess sem gerist (bls. 28 og 98) á meðan yngra fólkið lítur á mannlega þætti, svo sem uppeldisaðstæður, sem mótandi afl í lífi sínu (bls. 40 og 99). Sjálfsskoðun er ríkjandi þáttur í lífi hinna yngri og lítur Iben Krogsdal svo á að það sé í samræmi við aukna einstaklingshyggju og það sem hún kallar „psykolog- isering“ eða sálfræðivæðingu samtímans (bls. 20). Yngri hópnum skiptir hún upp í þrjá staðalhópa: Hin bakgrunnskristnu, hin forgrunnskristnu og hin andlegu. Hin bakgrunnskristnu eru þau sem Danir hafa vanist við að kalla „kultur- kristne“ (bls. 64). Þau leita ekki trúarlegra skýringa á lífi sínu, hafa lítinn áhuga á tilgangi lífsins og nefna kristna trú og kirkju sjaldan á nafn (bls. 65). Hin forgrunnskristnu eru þau sem einnig hafa verið nefnd „persónulega kristin“. Þau setja kristindóminn í forgrunn í frásögum sínum, velta mikið fyrir sér tilgangi lífsins og túlka gjarna líf sitt í ljósi trúarinnar (bls. 71). Hin andlegu eða „spirituelle“ sjá trúarlegan tilgang í öllu sínu lífshlaupi og líta svo á að hver manneskja beri sjálf ábyrgð á andlegum þroska sínum. Þjáning og erfiðleikar eru í þeirra huga persónuleg lærdómsferli (bls. 79). í kaflanum um trúarlega reynslu og iðkun leiðir höfundur í ljós tvær tegundir af trúarlegu atferli: annars vegar leitar fólk á hefðbundinn hátt eftir hjálp að utan og svo er ný gerð hreinsunaratferlis þar sem fólk leitast við að hreinsa, styrkja og þroska sig sjálft innan frá (bls. 29). Ekki ætti að koma á óvart að það er einkum yngra fólkið sem fellur undir seinni flokkinn (bls. 144). Þá greinir Iben Krogsdal orðræðu viðmælenda sinna um kirkju og kristindóm í fernt: í fyrsta lagi er litið á kirkju og trú sem eðlilega grunn- þætti í lífshlaupinu. Eldra fólkið fyllir þennan flokk, óháð því hvort það lítur á sig sem trúað eða ekki (bls. 147 og 172). I annan stað er kirkjan sumum staður uppgjafar og valdaleysis, hvíldarstaður í hversdegi sem öðru fremur gefur fólki færi á því að hafa vald á aðstæðum sínum, staður sem setur lífið í samhengi (bls. 189-190). Þá líta sum þeirra sem rætt er við 176
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.