Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 181
Sólveig Anna Bóasdóttir, Háskóla íslands: Ritdómur
Anne-Louise Eriksson, Göran Gunner og Niclas Bláder
(ritstj.): Exploring a Heritage. Evangelical Lutheran
Churches in the North. Pickwick Publicatons, Church of
Sweden Research Series, vol. 5: Eugene, OR, 2012.
Nýlega kom út bók í flokki rannsóknaritraðar á vegum sænsku kirkjunnar
0Church ofSweden Research Series) sem nefnist Exploringa Heritage. Evangelical
Lutheran Churches in the North. Heiti bókarinnar ber með sér að kastljósi
sé beint að arfleifð evangelísk-lútherskrar kirkjudeildar á Norðurlöndum í
sögulegu samhengi og reynist það rétt að mörgu leyti. I formála hennar kemur
þó fram að markmið þeirra sem stjórnað hafa þessu verkefni er ekki að grafast
fyrir um hvernig og hvers vegna lútherskar kirkjur á Norðurlöndum hafa
þróast á þann hátt sem raun ber vitni, né heldur að gefa ítarlega lýsingu á
einstökum kirkjum. Fremur en að beina sjónum að orsökum og afleiðingum
tiltekinnar þróunar er tilgangurinn að lýsa ákveðnum þáttum í starfi kirknanna
sem hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu, ef svo má að orði komast, og
draga af því ákveðnar ályktanir hvað sjálfsmynd og sjálfskilning kirknanna
snertir. Kirkjurnar sem eru undir í þessu verkefni eru, auk sænsku kirkjunnar,
sú danska, norska og svo hin íslenska. Finnska kirkjan er því miður ekki með
í verkefninu, sem er synd, en það skýrist af praktískum ástæðum; ekki tókst
að fá fólk þaðan til að taka þátt í verkefninu.
Hvaða atriði í lífi og starfi norrænu kirknanna fjögurra urðu þá fyrir
valinu, sem vert þótti að beina sjónum að og draga af þeim ályktanir
um sjálfskilning norrænna, evangelísk-lútherskra kirkna í dag? Svarið við
þeirri spurningu má finna í fjórum spurningum sem lágu rannsókninni til
grundvallar:
1. Hvað einkennir norrænan, lútherskan sjálfskilning nú um stundir?
2. Hvaða áhrif hafa vaxandi umsvif hvítasunnu-, karismatískra
og bókstafstrúarhreyfinga á heimsvísu haft á lútherskar kirkjur á
Norðurlöndum?
3. Hver er staða kvenna innan lútherskra kirkna á Norðurlöndum og
hvaða guðfræði hefur áhrif á þá stöðu?
179
L